Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 94
90
SRIRITISMINN EFLIST Á ENGLANDI eimREIÐIN
Móðirin skrifaði Vale Owen presti þessa sögu sína, en ó-
brigðul staðfesting á henni hefur fengist úr annari átt. Móðir-
in er nú einn af kappsömustu starfsmönnum að eflingu spíri'
tismans á Englandi, og hún endar bréf sitt til Vale Owen á
þessum orðum: »Furðar yður á því, að eg læt einskis ófreist-
að til þess að vinna fyrir þetta mál?«
Það er engin furða, að það hafi einhver áhrif á mennina
að verða fyrir slíkri reynslu. Og það er engin furða, að
spíritisminn eflist á Englandi.
Kórsöngur
hertekinna grískra kvenna.
Eftir Euripides.
(Úr leiLritinu „Ifígenía í Tauroi“, v. 1089—1151).
(Þýtt úr forngrísbu).
1. erindi.
Fuglinn, sem býr uppi’ í bjarginu’ og klakar við
brimskerin úti við s)0,
ísfugl, svífandi’ of svarrandi bárum, er syngur með angurværð,
þeir skilja sorgarsönginn þinn vel, sem af sorginni lært hafa nós>
þú syngur óðinn um ástvininn horfna, sem aldrei litið þú faerð.
Við þig eg mér jafna, við þig tek eg undir, þinn
þráfylta, kveinandi óð,
eg, vænglausi fuglinn í þrældómi þjökuð, eg þrái
til Grikklands heim,
mig langar í torgin, langar í Artemis ljósmóður heilögu slóð,
í Kýnþoshöfðann, hárprúðu pálmatrén, hjalið vindanna í þeim.
íturvaxinn lárviðinn, lundinn með laufinu blásilfurgrá
olíutrjánna, og Eyjuna helgu, sem ástvina Letóar varð