Eimreiðin - 01.01.1924, Page 96
92
KÓRS0NGUR
EiMREiÐlf*
þér fylgja inn í Aþenu ljósþrungna land?
Þú skilur mig effir, brátt áraglamm hljómar
og útþenur byrinn seglin, og strengt er hvert band
frá skuti til stafns, nú er skrið á brunandi gand.
2. gagnerindi.
Eg vildi um sólvanginn sveima,
svífa um heiðloftin blá,
og uppi yfir húsinu heima
á blakandi bifvængjum þá
hvíla mig ögn, — og í æskunnar lið
aftur í dansflokkinn inn vil eg fara,
þar eitt sinn sem brúður í jafnaldra skara
vel gift við móður svo hjartkærrar hlið
dansaði eg glöð, og glaður var flokkurinn hinn. —
Við keptumst þar allar í yndi,
— burtu’ er það alt, eins og ástvinur minn —
hver annari fegurri, og léttar í lyndi;
glitofnu blæjurnar, sveiflaðar út og svo inn,
skýldu okkar hárskrúði, skygðu á roðnandi kinn.
Sigfús Blöndal þýddi.
Rauða snekkjan.
Smásaga frá Romagna.
Eftir Antonio Beltramelli1.
Það var einu sinni sjómaður, sem hét Ardi. Fíldjarfur var
hann og garpur hinn mesti, hraðhentur við stýri og segl-
Þögull og sterkur sem stál fleytti hann skipi sínu örhratt 1
stormi og stórsjó og sakaði aldrei.
1 ítalskur rithöfundur og skáld.