Eimreiðin - 01.01.1924, Page 100
96
RAUÐA SNEKKjAN
eimreiðiN
Góða stund gekk hún þannig, annað veifið örugg og hug-
hraust, hitt veifið örvæntingarfull og ráðþrota. Blóðið ólsa®‘
og sauð í æðum hennar. Innan skams var Ardi kominn heim-
Ef hún hikaði lengur, mundi hún ekki geta náð tali af honum
þetta kvöld. Alt í einu hrópaði rödd hennar upp:
»— Ardi! — Ardi!«
Hárin risu á höfði hennar og hún kólnaði upp. — —
Ardi snéri sér við og nam staðar. í fyrstu virtist hann ekki
jsekkja ungu stúlkuna. Svo gekk hann til hennar og sagð*
með alvörusvip:
»Ó, ert það þú, Úríana! Eg þekti þig ekki. Það er orðið
svo skuggsýnt. Hvað vilt þú mér, fagra Úríana?«
Hún hlustaði á rödd hans eins og í leiðslu. Það var eins o9
hún vænti þess, að öll sú ólga, sem var í hennar eigin sál.
brytist fram af vörum hans í ástarorðum. Hún megnaði ekki
að rjúfa þögnina. Ardi horfði á hana forviða og skildi sýni'
lega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Henni leið líkt eins o3
hún hefði fengið martröð.
»Er þér að verða ilt?« spurði Ardi.
»Nei«, sagði hún og átti örðugt með andardráttinn.
»— Þú ert föl og þú skelfur« — sagði sjómaðurinn alvar-
legur. — »Vertu varkár. Sjúkdómarnir læðast alstaðar um-
hverfis okkur eins og skuggar«.
Hún þagði um stund. Svo mælti hún í lágum hljóðum:
»Eg þarf að biðja þig bónar«.
»Láttu mig heyra«.
»Chiuravi biður þig að lána sér háfana þína. Hann hefur
rifið sína, og eg hef ekki getað gert við þá aftur. Viltu lána
jhonum þá?«
»]á, það skal eg gjarnan gera. Vill hann fá þá undir eins?*
»]á«.
»Komdu þá með mér«.
»]á«, svaraði Úríana.
»Þau gengu með fram hafnargarðinum, fram hjá löngum
röðum af skipum, sem lágu við akkeri, fram hjá bálunum.
sem sjómennirnir kyntu á ströndinni. Um sólsetrið hafði þoku-
slæðingur utan af hafinu lagst yfir landið. í þokunni varð alt