Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 101
EIMREIÐIN
RAUÐA SNEKK]AN
97
svo skuggalegt og ónáttúrlegt. Rásegl, siglutré, landfestar,
löngu bugspjótin og rauðu bálin var alt hulið einhverri undar-
legri æfintýrablæju.
Uríana var eins og í draumi. Hún gekk við hliðina á Ardi
°9 hugsaði sér, að hann færi með hana langt burt, inn í
fylgsni ástarinnar. Og þegar ómurinn af mansöng barst þeim
W eyrna frá svörtum bát, segllausum og með brotið siglutré,
sem lá við eina bryggjuna, sneri hún sér að manninum, sem
9ekk við hlið hennar, tók í hönd hans og brosti.
Ardi laut höfði og hlustaði.
»]á — þetta er Gera —« sagði hann. »Því grimmilegar sem
örlög steðja að honum, því meira syngur hann. Hann hefur
brotið bát sinn, mist tvo efnilega syni, og konan hans hljóp
frá honum í sumar; hann á ekki eyrisvirði og þjáist af augn-
veiki, svo hann er að verða blindur. Og þó syngur Gera! Og
þannig mun hann syngja uns dauðinn sækir hann. Kærleikur-
lnn víkur ekki frá honum«.
Uríana dró hægt að sér höndina. Ardi hafði ekkert skilið.
Þegar þau komu að húsi hans, beið Úríana í dyrunum með-
an sjómaðurinn sótti háfana. Hann fékk henni þá og sagði:
»Taktu við þeim, og hafið þá svo lengi sem þið þurfið«.
Hún draup höfði og fór án þess að mæla orð. Leið hennar
^á aftur fram hjá bátnum, þar sem Gera söng í sífellu, Gera,
sem örlaganornirnar eltu og ógæfan fékk ekki bugað.
Eftir þetta mætti Ardi Úríönu oft, og hann furðaði mjög á
augnaráði hennar og fölva þeim, sem var á andlitinu. Hann
velti því oft fyrir sér, hvaða sorg það væri, sem unga stúlkan
þyggi yfir. Og kvöld eitt, er hann var nýkominn um borð í
skútuna sína, sá hann Úríönu alt í einu standa á bryggjunni.
^indurinn lék sér að hvítu hyrnunni hennar.
»Ardi, eg verð að tala við þig«.
Hann hjó krókstjaka í einn bryggjustaurinn og dró snekkj-
una að Iandi, svo Úríana gæti stigið á skipsfjöl.
sHvert ætlar þú?« spurði hún með ákefð.
*— Út að fiska«.
*Eg fer með þér«.
Ardi hélt hún væri ekki með öllum mjalla,
*Viltu_ ekki hafa mig með?« spurði Úríana.
7