Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 102
98
RAUÐA SNEKK]AN
eimreiðin
»Þú ert ekki lengur neitt barn, Úríana«, sagði Ardi, »og
ættir að geta skilið, að eg get ekki tekið þig með eina út á
sjó nú undir nóttina*.
»Ertu hræddur um, að þú fáir óorð af mér í borginni?«
»Nei, eg tala eins og þér er fyrir bestu«.
»Þetta er mér fyrir bestu, að fá að fara með þér! Alt
annað er mér einskis virði. Eg hef beðið eftir þér í þrjá tíma
í kvöld, og þú mátt ekki skilja mig eina eftir«.
I svörtum augum sjómannsins bálaði girndin snöggvast upp
eins og elding, en svipur hans varð brátt þungbúinn.
Hann stóð álútur og hélt bátnum að bryggjunni með stjak-
anum. Hann var berhöfðaður og brjóstið nakið. Nú var orðið
dimt. Bátarnir, sem farnir voru til veiða, voru allir komnir
langt út á haf.
»Úríana, hugsaðu vel um, hvað þú gerir«, sagði sjómaðurinn-
»Eg vil fara með þér!« sagði hún og laut fast að honum.
Þá rétti Ardi úr sér, kipti stjakanum lausum og dró upp
seglið. Vindurinn þandi voðina, og örhratt skreið skipið til hafs.
Stundarkorn þögðu bæði, en svo sagði Ardi: »Þú ert voguð
Úríana. Qáðu að þér! Ef þú iðrast, þá geturðu farið ofan í
lestina, og eg skal gleyma því, að þú ert hér«.
»]á, en eg ann þér!« hrópaði hún og fleygði sér fyrir fætur
hans. »Eg vil fylgja þér hvert sem þú ferð. Eg vil vera ambátt
þín, ef þú að eins vilt veita mér ást þína. Eg hef beðið eftir
þér í heilt ár. Sláðu mig ef þú vilt, en eg fylgi þér samt!«
Hiklaust kastaði hún sér að brjósti hans, vafði handlegsi"
unum um háls honum og þrýsti heitum kossum á varir hans.
Gullna hárið hennar féll laust niður um hálsinn og herðarnar.
Og hafið lýsti og logaði alt í maurildum. Og rauða snekkjan
barst áfram á silfurbárum burt til móðurinnar miklu, sem er yfir
öllu og alstaðar, í hjarta hverrar veru og í eilífðinni sjálfri,
hennar, sem reikar um myrkviði mannlífsins og tendrar eldinn
í sálum hinna óteljandi herskara sinna eigin dularfullu barna.
Svo var brúðkaupið haldið. Rimuel sá föður sinn yngjast
með hverjum degi og gaf fúslega samþykki sitt til ráðahagsins.