Eimreiðin - 01.01.1924, Side 105
EIMREIÐIN
RAUÐA SNEKKjAN
101
Rimuel sat í skugga trjánna og varði deginum til þess að
Qera við veiðarfærin, áður en vertíðin byrjaði.
Oftar og oftar brostu þau hvort við öðru. Osjálfrátt grun-
aði þau bæði, hvernig þetta mundi enda. Og einu sinni, þegar
t>au sátu saman undir trjánum í garðinum, mættust varir þeirra
* löngum kossi. Astaguðinn, sem leikur sér að því í sumar-
hitanum að skjóta örvum sínum í allar áttir, hafði hér fundið
hæfan skotspón.
Ardi var á heimleið frá ströndum Istríu, þar sem hann
hafði dvalið um hríð. Snekkjan hans var hlaðin timbri og
Qekk fyrir hagstæðum byr. Hann var á leið til Levantíu og
bjóst ekki við að ná heim fyr en eftir nokkra daga. Eins og
hann var vanur á löngum ferðalögum hafði hann fjóra háseta
á skipinu. Meðal þeirra var einn, sem var bæði lausmálgur
°g illgjarn. Hann hét Pirsant, gulur á hörund, rangeygður og
með nef eins og á negra.
Pirsant hinn rangeygði hafði margt séð um dagana og
getið sér til um margt. Honum var kunnugt um, hve ham-
'ngja Ardis hékk á veikum þræði. Og hann vissi, að fengi
Ardi um það að vita, mundi það ríða honum að fullu. Pir-
sant var innilega ánægður að hafa þetta vopn í hendi sér,
°g þegar tækifærið bauðst, Ieysti hann frá skjóðunni.
Nótt eina héldu þeir Pirsant og Ardi einir vörð á þilfari.
Pirsant stóð við stýrið, en Ardi hvíldi upp við sigluna og
horfði upp í ljóskerið á ránni.
Skipið skreið hratt fyrir vindi og tók talsverðar dýfur, því
undiralda var nokkur. Seglin þöndust út í myrkrið yfir höfð-
uni hinna tveggja, sem stóðu þöglir á þilfarinu.
Alt í einu rauf Pirsant þögnina.
» — Ardi. ef mér skjátlast ekki, þá erum við nú óðum að
uálgast átthagana. Eg sé það á stjörnunum«.
Sjómaðurinn leit upp í himinhvelfinguna og svaraði með
Wí einu að kinka kolli.
sHve lengi verðum við enn á sjónum?« sagði Pirsant.
tvo mánuði eða lengur«.
*Fram á haust?«