Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 108
104
RAUÐA SNEKKJAN
eimreiðin
Hún hlýddi orðalaust, tók sjal og vafði um herðar sér og
lagði svo á stað berfætt og algerlega örugg út á sína síðustu
göngu. Þau gengu niður að hafnargarðinum, þar sem rauða
snekkjan lá við landfestar. Enn var dimt af nóttu, en vindur-
inn hafði snúið sér og stóð nú af landi.
Úríana fylgdi Ardi þegjandi út í rauðu snekkjuna. Síðan
tók hann kaðal og reyrði konuna sína fasta við siglutréð. En
hún sýndi engin merki ótta og kvartaði ekki, þegar harður
kaðallinn skarst inn í hold hennar. I brjósti hennar hömuðust
æstar ástríður. Snögg og einkennileg umskifti urðu í sál henn-
ar, og ástin, sem hún hafði áður borið til þessa manns, braust
nú fram á ný, á sömu stundu sem hann fórnaði henni til þess
að sefa sinn eigin hefndarþorsta. Þegar Ardi hafði Iokið við
að binda Úríönu við siglutréð og rétti aftur úr sér, tók hann
eftir því, að hún brosti til hans.
Hann gekk niður í lestina og kom upp aftur með logandi
kyndil. Brátt tók timburfarmur skipsins að brenna. Þá vatt Ardi
skyndilega upp öll segl. Við bjarmann frá loganum sá hann
Úríönu við sigluna. Hún kallaði til hans með biðjandi rödd:
»Ardi, kystu mig að skilnaði«.
En hann svaraði ekki. I einu vetfangi var hann þotinn fram
í stafn og leysti landfestar. Snekkjan tók þegar á skrið, en
Ardi kastaði sér fyrir borð og synti til lands.
Bálið á sjónum stækkaði, þótt það fjarlægðist óðum. Eld-
tungurnar teygðu sig til himins, og það þaut áfram óðfluga, borið
af bylgjum hafsins. Ardi bjóst við að heyra neyðaróp og ákall
um hjálp, en heyrði að eins gjálfrið í öldunum. Úríana fórst
og með henni alt, sem hann átti. 0, ást, sem gefur og tekur!
I þér er sjálf hafsins volduga sál!
Bálið var nú að hverfa úti við hafsbrún, og sjómaðurinn stóð
enn þá á ströndinni og ákallaði dauðann um hvíld. Þá varð
honum litið við og sá Rimuel standa eins og ímynd sorgar-
innar fyrir aftan sig. Rimuel mælti ekki orð frá vörum, en þeg-
ar Ardi ætlaði að rétta honum báðar hendurnar í auðmýkt,
rak gamli maðurinn upp óp og féll aftur á bak í sandinn.
Því nú heyrði hann í annað sinn, þessa örlagaríku nótt,
hið örhraða fótatak dauðans nálgast.