Eimreiðin - 01.01.1924, Page 109
E,MREI£)IN
Tvö kvæði þýdd úr sænsku.
Óráðin gáta. (Eftir E. A. Karlfeldt.)
Var það svipbreyting ein eða sannleikans glóð?
Var af sjóðandi blóðinu kinnin svo rjóð?
Hver má þekkja’ eða skilja, hver ástríðan er,
sú sem orðalaust blossar og þegjandi fer?
Eg skal finna þig aftur um lágnættin löng,
þegar lokkandi heyri ég miðnætursöng.
Vfir fallandi daggir við fossandi straum
skaltu fylgja mér inn í minn haustnæturdraum.
Þú skalt leiða mig sjónum með logandi þrá
og með lokkandi blíðmælum hönd minni ná.
Þú skalt ljóma svo broshýr sem blómið um vor,
er þú birtist og hverfur um ókunnug spor.
Og ég kem, þegar æskunnar yndi þig flýr,
þegar óráðin lífsgáta’ í hug þínum býr.
Þegar haustblærinn leikur í húmi við dyr,
skal ég hræra þá strengi, sem ómuðu fyr.
Því hvern torskilinn óm hef ég tekið og geymt
og get töfrað þá fram, þótt þú hafir þeim gleymt.
Og þá bind ég í ómanna fallandi flóð
baeði fossanna nið og vort draumheimaljóð.
Hýreyg. (Eftir G. Fröding.)
Og gætið ykkar, sveinar,
því svannabros er tál.
Og það eru’ einmitt þeirra bros,
sem þjá nú mína sál.