Eimreiðin - 01.01.1924, Qupperneq 112
108
í BRAGALUNDI
EIMREIÐIN
bundnum þunga, og það er æðasláttur i ljóðlínunum, selTI
endurtekst í sífellu. Hljóðfall kvæðisins má slá, stíga eða syngja-
En hljóðfallið er ekki eina einkenni ljóðagerðarinnar.
bragarhátturinn og rímið koma þar til greina. Rímið eykur á
fegurð kvæðisins, svo að það lætur í eyrum vorum sem fagur
söngur. Og bragarhættirnir gefa ljóðunum fjölbreytni og bl*.
Stafrímið er varla hægt að telja einkenni á erlendri Ijóðagerö
nú, þó að flest stórskáld heimsins hafi notað það meira °S
minna. En stafrímið má óhætt telja eitt af aðal-einkennum
íslenskrar ljóðagerðar, þótt einstaka menn hafi gert tilraun <ij
þess að yrkja án stafríms. Hvað ætli yrði t. d. úr þessari
gullfögru hringhendu Halldórs Friðjónssonar, ef stafrími og
bragarhætti væri slept:
Arsól gljár við unnarsvið.
ofin báruskrúða.
Ræðir smára rjóðan við
rósin táraprúða.
Vísan er eins og skínandi perla úr djúpi hafsins og á staf'
rímið og bragarhátturinn sinn þátt í því. Hljóðlíkingin (Ono-
matopæia) eða listin að líkja eftir hljóðum með orðum er °g
eitt af einkennum Ijóðagerðarinnar. Vér heyrum dropana falla
í kvæði Guðmundar Guðmundssonar: Dropatal, klukknahring-
inguna á Hólum í kvæði Guðmundar Magnússonar: Hringing»
öldugjálfrið í kvæði Hannesar Hafstein: »Vagga, vagga, víða’
fagra, undurbreiða haf«, og svo mætti lengi halda áfram.
í ljóðunum finnum vér logandi hnyttni, smellnar líkingar,
skínandi lýsingar, hrífandi frásagnir, ljóðlínur, sem töfra oss
með tónfegurð sinni, ljósi sínu, skuggum og fjölbreyttu litum,
orðatöfra, englamál. Það hefir verið sagt um suma feS'
urstu staðina í ljóðum Keats, að þeir væru eins og hunang
tungunni, að vér findum hinu sæta keim orðanna í þeim,
og um sum ágætustu erindi Shelleys, að þau væru þrungm
af ihn, sem leggi skilningarvitin í læðing eins og vornaetur'
angan. Mundi ekki mega segja eitthvað svipað um ýms ágæi'
ustu kvæði vorra eigin góðskálda?
En gerum nú ráð fyrir, að vér höfum fullan skilning á öH*
um hinum margháttuðu unaðssemdum ljóðanna og kunnum
að meta þær. Er oss þá um leið orðið ljóst, hvað skáldskapm-