Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 128
124
RITSIÁ
ElMREIÐlN
Jón Svcinsson: BORGIN VIÐ SUNDIÐ. Rvli. 1923.
Borgin viö sundið er framhald af Nonna, en sú bók kom út í íslenskri
þýðingu fyrir stuttu og fékk góðar viðtökur. Borgin við sundið er bók,
sem oss er gróði að. Ekki vegna þess að hún flytji svo stórfeldan skáld-
skap eða ryðji nýjar brautir, heldur vegna hreinleikans og hinnar hljóð-
látu listar, sem felst í frásögninni, þar sem barnið er látið tala og segja
frá æfintýrum sínum þannig, að maður fylgist með af áhuga og innilegri
samhygð. Bókin er fyrst og fremst fyrir börn og unglinga, og eg veit
fáar bækur betur fallnar til lesturs fyrir æskulýð vorn en bækur lons
Sveinssonar. íslenskum foreldrum er óhætt að fá börnum sínum bók
þessa í hendur, því í henni finst ekki ein einasta sorablandin hugsun.
Bókin er rituð af næmum skilningi á sálarlíf manna, ekki síst barnanna,
og af mikilli siðferðilegri alvöru, án þess þó að verða nokkursstaðar að
þurri prédikun. Frásögnin er myndauðug og Ijós, ef til vill nokkuð lang-
dregin stundum, en hvergi leiðinleg. Og Nonni litli, aðalpersónan í bók-
inni, vinnur hvers manns hylli með sínu glaða og djarfa viðmóti og
hreina hugarfari. Þýðinguna hefur annast Freysteinn Gunnarsson cand-
theol. og leyst hana vel af hendi. Sv. S.
Arne Möller: ISLANDS LOVSANG GENNEM TUSIND AAR. "
Gyldendalske Boghandel 1923.
Þetta er bók, sem mörgum dönskulæsum íslending mun þykja fenguf
í. Því í henni er saman kominn meiri fróðleikur um íslenskan sálma-
kveðskap, alt frá elstu tímum og til vorra daga, en á nokkrum einum stað
öðrum, og gleggra yfirlit gefið yfir þessa tegund íslenskrar ljóðagerðar
en dæmi munu vera til áður. Höfundurinn byrjar á því að segja fra
Geisla Einars Skúlasonar, sem hann telur hið fyrsta volduga, norraena
dýrðlingsljóð og jafnvel það besta um leið, og endar á þjóðsöng vorum-
0, guð vors lands! Annars skiftir höf. bókinni í þrjá meginþætti: I fvrs,a
þætti er Iýst kristilegri Ijóðagerö hér á landi í katólskum sið, þá lúterskum
sálmakveðskap fram að dauða Hallgríms Péturssonar og loks sálmakveð-
skap síðari tíma. Er þannig farið með efnið, að það verður hverg1
þreytandi og suma kaflana er unun að lesa. Vil eg þar einkum benda a
kaflana um Sólarljóð, Lilju og Hallgrím Pétursson.
Þýðingar á dönsku úr islenskum sálmakveðskap eru á víð og drcif
um bókina, og aftast úrval úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar, ásam1
sálmi hans: Alt eins og blómstrið eina. Eru þýðingarnar í bókinni flesl-
ar eftir séra Þórð Tómasson, prest í Horsens, þar á meðal þýðingarriar