Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 129
EIMREIÐIN
RITSJÁ
125
á sálmum Hallgríms. Þýðingar þessar eru víðasl vel af hendi leystar.
Til dæmis skal tekið þetta vers úr nýárssálmi Matthíasar: Hvað boðar
nVárs blessuð sól:
Hann heyrir stormsins hörpuslátt,
hann heyrir barnsins andardrátt,
hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.
Aftur hefur mistekist þýðingin á
' hendi guðs er hver ein tíð,
1 hendi guðs er alt vort stríð,
hið minsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.
Og síðasta versið í sálminum, F
Han hörer Stormens Harpeslag,
han hörer Barnets Aandedrag,
han hörer i sit Himmelkor
dit Hjærtes Slag i Lön paa Jord.
næsta versi:
Vort Kaar er helt i Herrens Haand,
som holder alle Tiders Baand,
om smaat, om stort, til Smil, til Graad,
fra Smærtedyb til Frelsesraad.
aðir andanna, hefur verið þýtt þannig:
Faðir ljósanna
lífsins rósanna,
lýstu landinu kalda.
Vertu oss fáum,
fátækum, smáum
líkn í lífsstríði alda.
Livs almægtige
Lysets prægtige,
Væld al Verden genföde!
Fader, du raade!
Frelsende Naade
lindre Livskampens Möde!
• þýðingunni gætir alls ekki sérstaklega bænarinnar fyrir landi og þjóð,
°9 við það tapar sálmurinn sér í heild.
Annars á dr. Arne Möller þakkir skilið vor íslendinga fyrir bók
Þessa um íslenskan sálmakveðskap, því í henni er mikill fróðleikur, sem
ehki á síður erindi til vor en til danskra lesenda. Su. S.
Axel Thorsteinson: ÆFINTÝRI ÍSLENDINGS. Rvk. 1923.
Hér er að vísu ekki um nein stórfeld tilþrif að ræða, en ritað er af
Sv° miklum hlýleik, að manni verður ósjálfrátt hlýtt við lesturinn og
Samúð höf. með því, sem hann lýsir, hefur góð áhrif á lesanda. Og það
er bjart og hreint yfir frásögninni. Hún er eins og bergvatnslind, sem
rennur fram með hægstreymi í djúpum grasi grónum skorningi. Það ber
ehhi mikið á lindinni, en leggist þú á bakkann og lútir niður á milli
9rasgeiranna, sérðu mynd þína speglast f vatninu, og þú getur greint
hvert sandkorn á botni þess.
En svo mikill munklökkvi er stundum í stíl höfundar, að lýti eru að.