Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 130
126
RITSJÁ
EIMRElÐlN
Og oröatiltæki eru stundum óviðfeldin. Og hvers vegna eigum vér að
nota orð eins og konsert og músik í íslensku máli (sjá bls. 29)? Hljo01'
leikur og hljómlist eru fullgóð orð.
Efnið í söguþáttum þessum er ekki mikið og stundum nokkuð laust
á þvf haldið. En oftar er þó vel með það farið. Prýðisvel ritaður er
t. d. kaflinn á bls. 48—50 í þættinum Bréfabrot. Sýnir höf. þar,
liann á ósvikna strengi. Sv. S.
Knut Hamsun: PAN. Rvk. 1923.
Það eru nú um þrjátíu ár síðan Pan kom fyrst út, og nú höfum vór
eignast hann í ágætri íslenskri þýðingu eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðar-
nesi. Áður hefur sami maður þýtt Viktoríu Hamsuns, sem kom út fyrir
allmörgum árum. Um þýðinguna á Pan er það að segja, að þýðanda
hefur tekist að láta hinn einkennilega stíl höfundar halda sér svo vel, að
maður saknar ekki norskunnar neitt að ráði. Þýðandi fylgir hætti höf-
undar um lestrarmerki, til þess að raska sem minst einkennum hans. Við
þessu er lítið að segja, einkum þar sem öll lestrar- eða greinarmerkja-
setning er nú á hinni mestu ringulreið í íslensku ritmáli, svo að varla
setja nokkrir tveir menn lestrarmerki nákvæmlega eir.s. Væri aeski-
legt, að málfræðingar vorir reyndu að koma samræmi á í þessu atriði-
Væri ekki vanþörf á nýrri, glöggri og ljósri greinarmerkjafræði, sem svo
væri lögleidd sem kenslubók til afnota við íslenskukenslu í skólum landsins.
Annars skal ekki fjölyrt um efnið í Pan. Það er sagan af manninum,
sem ráfar um refilstigu lífsins stefnulaust og grípur þá ávexti, sem á Ieið-
inni verða, boðna og forboðna, en fatast svo fyrir dutlunga örlaganna og
eigin skaplesti að öðlast hamingjuna, er hún mætir honum, og lýkur loks
ferðinni með því að ganga fyrir byssukjaft og biðja um dauða. Það er
sagan um ástríður og geðshræringar, sem grípa fyrir kverkar vitinu og
bera hærra hlut. Þótt saga Qlahns liðsforingja sé glæsileg, þá lýkur henm
sem aðvörun og andvarpi yfir spiltu lífi. Þess vegna er Pan líka l*r'
dómsrík bók, ef hún er rétt Iesin.
En það eru náttúrulýsingarnar í Pan, sem gera bókina að gimstein.
Enginn lýsir eins vel og Hamsun náttúrunni, hinni hreinu ósnortnu nátt-
úru. Það er skógarangan af hverri blaðsíðu í Pan og náttúrutilbeiðslan 1
bókinni gefur henni sérstakan geðblæ, sem verkar á mann eins og reykelsi-
Aðalpersónurnar í bókum Hamsuns, einkum hinum eldri, eru flestar
með því marki brendar að vera veikgeðja og tilfinninganæmar, svo
að stundum keyrir úr hófi fram. Svo er um Glahn liðsforingja í Pan, og