Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 132
128
RITSjÁ
EIMREIÐIN
Þá kemur langur kafli um Eddu-skáldskapinn, og er þeim kafla ekki
lokið í heftinu. Er ekki að suo stöddu hægt að segja neift um hann,
meðan ekki er lengra komið.
Af boðsriti því, sem fylgir heftinu, má nokkuö marka, hve afbragðs-
vandað verk hér er á ferðinni. Fjöldi mynda, sumar litprentaðar, prýða
lesmálið, svo og rithandasýnishorn, myndir af merkum handritum, þar a
meðal af Reykholtsmáldaga, o. s. frv.
Hver sá, sem eignast vill verulega góða bókmentasögu Noregs — °3
Islands fram að siðbót mun tæplega fá hana betri með öðru móti en
því að gerast áskrifandi að þessu ritverki, því eftir öllum ummerkjum að
dæma verður það hið prýðilegasta í alla staði. Sv. S.
Að gefnu tilefni skal þess getið, að handrit, sem send eru Eimreið-
inni, verða ekki endursend nema buröargjald fylgi (í frímerkjum), en
vitja má handritanna til ritstj., ef þau eru ekki liirt.
Leiðréttingar: Eins og oftar, hefur prentvillupúkinn verið á ferðinm
meðan síðasta hefti af Eimr. var að hlaupa af stokkunum, þó að sunit
sé að kenna mislestri á óskýrum handritum eða misritun í þeim. Þessar
villur eru lesendurnir sérstaklega beðnir að afsaka og leiðrétta: Bls. 260i :
„róð" les „vóð". Bls. 312i: „Loveri’s" les „Lover’s". Undir kvæðinu
„Vissir þú?“ á bls. 352 eiga að standa slafirnir M. G. í stað M. ]•
Bls. 356' og bls. 3638: „kleyft" les „kleift". Bls. 364n og undir myndinni
á sömu síðu: „Larsen" les „Lassen”. BIs. 374h og °: „Efrópu" les „Evrópu”.