Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 6
198
JOHN MILLINGTON SVNGE
E1MREIE>in'
sem þekking og fróðleikur hefðu ekki hjálpað honum hið
minsta.
í janúarmánuði 1895 settist Synge að í París. Þá fyrst f°r
að bera á þeirri byltingu í sál hans, sem síðan skyldi verða
svo áhrifarík fyrir ættland hans. Um þessar mundir dvöldu
margir írskir vitsmuna- og gáfumenn í París, en ekki festi
hann varanlegt yndi meðal þeirra. Mestum tíma sínum varði
hann til lesturs eða í það að skrifa blaðagreinir, sem hvorki
báru vott um nokkurt sérstakt markmið eða andagift. Hann
hafði enn ekki grafið nægilega djúpt í leyndardóma sinnar
eigin sálar; þess vegna varð starfið af handahófi, enda voru
þeir margir, bæði konur og karlar, sem rituðu betur og ^
meiri þekkingu um þau efni, sem hann tók sér til meðferðar
um þetta leyti. Föðurlandi sínu var hann tengdur órjúfandi bönd-
um, og þau bönd styrktust enn meir við ferðir þær, sem hann
fór heim í átthagana, þar sem hann dvaldi oft tímunum saman,
og á gönguferðum sínum um afskektustu héruð írlands, þar
sem hann kyntist hinni kjarngóðu óspiltu bændastétt. En þó a^
hann dveldi um hríð bæði í Wicklowdölum og á Araneyjum,
þar sem hann að lokum fann hæfilegt efni og innblástur i
snildarrit sín, hafði hann enn ekki tekið neina ákvörðun m11
það, hvaða viðfangsefni hann mundi velja sér eða í hvaða
formi skáldlist hans mundi birtast. Það hefði þó átt vel við
að hann hefði tekið þessa mikilvægu ákvörðun í fyrstu Aran-
eyjaferð sinni eftir leit sína og ferðalög í öðrum löndum. En
stundin mikla kom þó ekki þar fyrst, heldur í París. Hann
dvaldi þá á ódýru gistihúsi þar í borginni, þar sem stúdentar
voru mjög tíðir gestir. Bezta lýsingin á fundi hinna tveggi3
mestu andans manna endurfæðingartímabilsins írska er komm
frá Veats sjálfum. Sú lýsing er í smágrein, sem finna má •
8. bindinu af ritum hans. Onnur og fyllri lýsing á skáldinu er
til eftir Veats. Sú grein er skrifuð 1911 og heitir: Synge og
írland samtíðarinnar. Það, sem hér fer á eftir er úr fyrnefndu
greininni og skýrir frá fyrstu viðkynningu þeirra skáldanna.
Veats segir þannig frá:
Hann trúði mér fyrir því, að hann hefði dvalið bæði a
Frakklandi og Þýzkalandi, lesið franskar og þýzkar bók-
mentir og að sig langaði til að gerast rithöfundur. En hann