Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 106
298
TÍMAVÉLIN
eimreiðiN
það tafðist ég. Vína var nú líka orðin þreytt. Það var því
komið myrkur, þegar við náðum til skógarins. Ég hafði ekk-
ert sofið í hálfan þriðja sólarhring, og var bæði þreyttur og 1
æstu skapi. Ég fann, að mig sigraði óðum svefn, og þá mundi
ekki standa á Mórlokkunum. Við staðnæmdumst um hríð, °9
sá ég þá þrjár skríðandi verur inni í runnunum. Mér leizt ekki
á blikuna og vildi freista að komast í gegn um skóginn. Kam-
fóran og eldspýturnar áttu að geta Iýst mér leið, og kom mér
þá í hug, að gaman væri að skjóta kunningjum mínum inni 1
runnunum skelk í bringu, með því að kveikja þegar eld. ES
framkvæmdi þetta óðara, þótt ég ræki mig síðar á, hve
þetta tiltæki var heimskulegt. Mennirnir höfðu fyrir löngu týnt
þeirri list að kveikja eld. Þegar rauðu eldtungurnar tóku að
teygja sig um sprekin, sem ég hafði hlaðið upp í köst, varð
Vína steini lostin af undrun. Svo vildi hún fara að leika sér
við logana, og ég er sannfærður um, að hún hefði fleygt sér
í eldinn, ef ég hefði ekki varnað henni þess. Bjarminn af eld-
inum lýsti okkur dálitla stund á leið okkar inn í skóginn, oS
ég tók eftir, að neistar úr honum höfðu hrokkið í næstu runn-
ana og kveikt í grasinu. Ég hló að þessu og hélt áfram. Bar
ég Vínu á vinstra armi mér, en hélt á kylfunni í hægri hendi-
Þannig gekk ég um stund, án þess að verða nokkurs var.
En svo heyrðist mér alt í einu eitthvert þrusk í kringum mis-
Ég þekti óðara hljóðið í Mórlokkunum. Svo var kipt í frakk-
ann minn, og einhver kom við handlegginn á mér. Vína titr-
aði öll frá hvirfli til ilja, en lét annars ekkert á sér bæra.
Nú var kominn tími til að kveikja á eldspýtu, en til þess
varð ég að sleppa Vínu. Meðan ég var að leita í vösum rnín'
um að eldspýtunum, tókst barátta við fætur mér í myrkrinu,
og litlar hendur kiptu í mig og komu jafnvel við hálsinn a
mér. Þá snarkaði á eldspýtunni, og við birtuna frá henni sa
ég, hvernig Mórlokkarnir flýðu eins og fætur toguðu inn a
milli trjánna. Ég flýtti mér að ná í kamfórumola til þesS
að kveikja á, áður en dæi á eldspýtunni. Ég sá þá hvar
Vína lá fyrir fótum mér alveg hreyfingarlaus. Mér varð bil*
við og flýtti mér að reisa hana á fætur. En í skóginum um'
hverfis söng og dunaði af hásu ýlfri, eins og þar vaer'
heill vítisher á ferð. Vína virtist í yfirliði. Ég tók hana var-