Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 37
EIMREIÐIN
ÞÁTTUR AF AQLI Á BERQl
229
— Nú gelur þú farið. Eg er hættur við að láta þilja eld-
húsið.
Qesturinn leit upp og starði undrandi á Egil.
— Hvaða vitleysa er nú þetta? Heldurðu að þú verðir
ehki að láta mig ljúka verkinu?
— Nei, sagði Egill fastmæltur, horfði fast á gestinn, herpti
saman varirnar og krepti hnefana í vösunum. — Þú ferð á
°iorgun.
— Hvað er nú þetta? Heldurðu að eg láti hafa mig fyrir
fífl?
— Þú ferð, sagði Egill og færði sig nær gestinum. — Ferð
strax í dag.
Nú var gestinum öllum lokið.
— Ertu genginn af vitinu, mannfjandi? Hvað á þetta eigin-
*e9a að þýða? Hann beit á jaxlinn, hleypti brúnum og gekk
fast að Agli.
En Egill greip í handlegg honum og svifti honum í einni
Svipan fram að dyrunum.
Qesturinn horfði á hann, hálfvegis undrandi. Síðan þaut
kann út í dyrnar, sneri sér við og kallaði:
~~ Þú mátt gjarnan vita það, að eg er ekki skyldari þér
en skaparinn skrattanum. Og þó að eg fengi alla þína aura,
há mundi eg ekki vilja vera einni nótt lengur undir sama þaki
°9 þú. . . . En konuna þína má eg til að kveðja og þakka
henni fyrir alt gott. Og gesturinn stökk út úr dyrunum.
En Egill settist á kýrmeisinn og starði inn í kolsvart mykrið
f geilinni.
Daginn eftir var komin hláka, og Egill jók gjöfina við
^krautu.
IV.
Eftir þetta þekti Þóra ekki Egil fyrir sama mann. Nú
br°sti hann ekki lengur við henni hreint og hlýlega — eða
s^auk um vanga henni, hrufóttri og vinnulúinni hendinni. Og
nn tók hann upp á því að úthýsa hverjum, sem að garði bar.
Uti og inni fór hann hægt og eins og hikandi að öllu.
^tundum studdist hann fram á orfhælinn, þegar hann var að
og horfði langa hríð niður fyrir fætur sér.