Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 124
316 RITSJÁ eimriðeiN
Bjarni Jónsson: ABRAHAM LINCOLN BANDARÍKJAFORSETL
Bókav. „Emaus“. Rvík 1923.
Fáar bækur eru eins vel til þess fallnar að vekja hjá ungum mönnun'
dáð og dug, sem vel samdar æfisögur ágætismanna. Það er því got*
þess að vita, að vér höfum nú eignast æfisögu Abrahams Lincolns, Þvl
líklega er hann mesti og bezti maðurinn, sem Bandaríkin hafa átt, el,t
af mörgum dæmum þess, hvernig maður, gæddur góðum hæfileikum °S
einbeittum vilja, fær sigrað allar tálmanir og hafist til æðstu og ábYrsðar'
mestu síarfa. Eins og gefur að skilja er saga Lincolns um leið saga
Bandaríkjanna, að minsta kosti þann tímann, sem hann var forseti; en^a
er líka farið all-ítarlega út í sögu Bandaríkjaþjóðarinnar í þessari bók.
Yfirleitt virðist vel og skipulega farið með efnið, og á bók þessi skil'Þ
að öðlast hylli ungra manna, líkt og æfisaga Benjamíns Franklíns, sen>
Þjóðvinafélagið gaf út, og aðrar æfisögur ágætismanna, sem vinsæld,r
hafa hlotið hér á Iandi. Sv. S■
Steingrímur Thorsteinsson: REDD-HANNESARRÍMA.
Sami: LJÓÐAÞÝÐINGAR I. Rvík 1924.
Sonur skáldsins, Axel Thorsteinson, hefur annast um útgáfu beggi3
þessara bóka. Segist hann í formála fyrir Redd-Hannesarrímu vona, a^
ríman megi öllum meinlaust gaman veita. Má vel vera að svo verði, en
lítið bókmentalegt gildi hefur hún, enda sennilega aldrei samin með það
fyrir augum, að hún kæmi fyrir almenningssjónir. En þar sem ætla ma>
að ríman hefði ekki fengið að vera í friði fyrir seinni tíma bókaútgef"
endum, þegar að því kemur, að gefið verði út safn rita Steingríms, 1
fleiri eða færri bindum, var ekki nema vel við eigandi að sonur höfund-
arins yrði fyrstur til að koma henni á prent.
Þá er ólíkt meiri fengur í Ljóðaþýðingum Steingríms. Hér koma 3
móti manni gamlir kunningjar frá æskuárunum, ýms ljóð höfuðskálda
heimsins endursungin á íslenzku. Sum þessara kvæða kann nálega hvert
mannsbarn á Islandi, og um langt skeið hafa þau verið sungin um þeert
og endilangt Iandið. Hér eru þýðingar úr ljóðum Goethes og Schillers’
Björnsons og Byrons, Burns og Shakespeares, Heines og Uhlands,
Oehlenschlagers og Ingemanns, Petöfis og Kellers o. s. frv. Mun
margan fýsa að eignast þýðingar þessar í einni heild, svo miklu ástfósti"!
hefur þjóðin tekið við þær. Sv. S.