Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 112
304
TÍMAVÉLIN
EIMREIÐIN
stærri. 011 merki tunglsins voru horfin. I staðinn fyrir stjörnu-
brautirnar voru nú komnir hægfara ljósdeplar. Rétt áður en
ég staðnæmdist, sá ég sólina hreyfingarlausa út við sjóndeild-
arhring. Var hún á að sjá eins og geysistórt, rautt hvolfþak'
því nær köld orðin og útbrunnin. Eg sá af því, hvernig sólin
ýmist lækkaði eða hækkaði á lofti, að jörðin var hætt að
ganga kring um hana og sneri altaf sömu helftinni að henni
á líkan hátt og tunglið nú á tímum gagnvart jörðunni. Ég dro
úr hraðanum á vélinni með varúð, því ég var ekki búinn að
gleyma kollhnísunni frá fyrra ferðalaginu. Hægara og hægara
snerust vísarnir, og loks sýndist þúsundavísirinn hreyfingar-
laus, og dagvísirinn fór svo hægt, að ég gat vel greint hann
á skífunni. Enn hægði ég á vélinni, og greindi ég nú eyði-
lega sjávarströnd fram undan. Staðnæmdist ég þar mjög gæti-
lega, settist upp í tímavélinni og litaðist um.
Himininn yfir höfði mér var ekki Iengur blár. í norðaustn
var hann biksvartur, en í gegnum sortann skinu stjörnurnar,
fölar og kyrrar. Vfir höfði mér var hann dökkrauður, og sá-
ust þar engar stjörnur. En til suðausturs var hann purpura-
litur niður við sjóndeildarhringinn. Klettarnir í kring um mi9
voru rauðir á lit, og einu merkin um líf, sem ég kom auga
á, var hvanngræni gróðurinn, sem þakti hæðabrúnirnar að
suðaustanverðu; það var sama grænkan eins og á jurtum, sem
vaxa í sífeldu hálfrökkri, eins og sést á skógarmosa eða jurt-
um, sem vaxa í holum og hellum.
Vélin hafði staðnæmst í brattri fjöru. Fram undan lá hafið,
blátt og ládautt, því að blíðalogn var. Meðfram flæðarmálinu
var þykk saltskorpa. Mér var ilt í höfðinu, og ég tók eftir
því, að andardráttur minn var mjög tíður. Mér leið líkt og ‘
það eina skifti, sem ég hef farið í háfjallagöngu, og ályktaði
ég af því, að andrúmsloftið væri hér þynnra en það er nú.
Langt uppi á auðri brekkunni heyrði ég ófagurt öskur og sá
eitthvert flykki, sem líktist gríðarstóru, hvítu fiðrildi, flögra
upp í loftið, taka svo á sig langan sveig og hverfa bak við
hæðadrög nokkur. Röddin í þessari skepnu var svo ömurleg,
að það fór hrollur um mig, og ég flýtti mér í vélarsætið. Er
ég leit nær mér, sá ég, að það, sem ég hafði haldið vera
rauða kletta, var nú komið á skrið í áttina til mín. Sá ég nU