Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 126
318
RITS]A
eimreie>iN
„Málarinn“ er einkennilega gagnort kvæöi, og náttúrulýsingarnar 1
kvæöinu „Svipir i skuggsjá haustsins“ eru áhrifaríkar og fagrar. Þá er
og kvæðið um Ástríöi Ólafsdóttur Svíakonungs orkt af list. Ljóslifand:
verða atburðirnir fyrir augum vorum, og efnið fjötrar hugann, eins oS
seiður sé að manni kveðinn. Óttar svarti skyldi flytja mansöng sinn til
Ástríðar í viðurvist hirðarinnar allrar, mansönginn, sem kveikt hafði eld
afbrýðinnar í æðum konungsins. Konungur er ær og örvita af hefndar-
hug, en Óttar rólegur, eins og hann sé sér engrar sektar meðvitandi. En
hirðin stendur á öndinni af eftirvæntingu:
Kvæðið hóf hann. Hirðin þagði
hlustarnæm að flímið skildi —
eins og seytla um silfurskálir
seiddi Óttars raddar-mildi.
Var þó sem við skreytiskrumið
skáldamálsins hann sig efi,
en sem Iægju langir kossar
leyndir undir hverju stefi.
Allir sátu hirðmenn hljóðir,
hönd var knélögð undir borði.
Sýndist skína úr svipnum þeirra
samvizkan í hverju orði.
Það var að eins er hann nefndi
Ástríði í þulu sinni,
þá var eins og allir hefðu
önnur kvennanöfn í minni.
Konur litu allar undan
Óttars kveðskap fyrst, í ranni.
Eftir fyltar fáar vísur
festu augu á kvæðamanni,
störðu á hann og léttum lófum
léku mjúkt um forna bauga.
Var sem blámi bjartra drauma
brosaði varma úr hverju auga.
Það væri þörf á að gefa út úrval úr Ijóðum Stephans G. Stephans-
sonar. Svo margt fagurt og gott hefur hann látið eftir sig í Ijóöum, að
ekki mundi efnið skorta í eina væna Ijóðabók. Stephan er nú kominn a
áttræðisaldur og heldur þó sífelt áfram að yrkja. Vngstu kvæðin hans 1
þessum tveim síðustu heftum af „Andvökum'* eru ekki eldri en síðan 1
fyrra og bera þó engin sérstök ellimörk. Má vel svo fara, að hann eis*
enn eftir að bæta við miklu í bragasjóð, enda má gera ráð fyrir að
ekkert sé honum kærara en að fá að fylgja henni „með hörpuna °S
víðisveiginn", unz yfir lýkur. Sv. S.
ÍSLENZKAR Þ]ÓÐ-S0GUR OG -SAGNIR. Safnað hefur og skráð
Sigfús Sigfússon. II. Seyðisfirði 1923.
Þetta bindi þjóðsagnasafns Sigfúsar Sigfússonar er eingöngu vitrana-