Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 102
294 MANNFRÆÐI eimREIÐ'n
um við hvíta menn í heimi þeim, er meir og meir færist V^ir
hvaða loftslag sem er«. (Bls. 59—60).
Ein greinin byrjar svona:
»Æ, að finna líkamlegt kyneinkenni, sem ekki yrði um
vilst!«. (Bls. 49).
íslenzka getur það naumast heitið, að Iáta eignarfalliö
standa sér, eins og gert er í þessari málsgrein: »Kynmótið er
eitt hið sama um álfuna alla, þegar frá eru skildir Eskimóar
og ef til vill þjóðflokkar þeir á norðvesturströndinni, er á Iax*
veiðum lifa; er það lítið eitt ásvipað Mongólanna í Asíu4-
(Bls. 79).
Þá koma og fyrir sagnorðslausar málsgreinar: »Dæmi: Fyrs*
um aðferðina®. (Bls. 18).
Sagt er á bls. 81, að graslendislíf hafi hneigst til rána, 1
stað þess að segja, að menn, er lifað hafi graslendislífi, hatl
hneigst til rána.
Ljótt er að sjá slík orð sem: Gorilla, gibbon, orang, &
öðrum stað orangutan) án þess að íslenzka endingin sje þar
látin fylgja. Apar þessir hafa heitið á íslenzku: Gorilluap1,
gibbonapi og skógarmaður. Vjer segjum: Tígrisdýr, en ekki
aðeins tígris, og pardusdýr eða ljebarði, en ekki aðeins pardus.
Verst er þó að sjá orðið »negri«, notað sem væri það íslenzka.
Fyrst hjetu »negrar« blámenn, síðan blökkumenn. Nú eru
þeir og stundum nefndir svertingjar, þótt orð það sje ljótara
en hin bæði. Út yfir tekur þó, þegar farið er að nota útlend
orðskrípi í nýyrði, (sbr. orðið »negringar« bls. 83 og »negra-
gerð« á sömu síðu). Orðið »tundra« ætti ekki að sjást, þar
sem orðið »freðmýri« getur þýtt hið sama.
Dönskuskotin eru orðtæki sem »að skilja bein sín eftir**
»heyra undir« eða telja eitthvað »gefið«, t. d. þar sem segir-
»Hvort sem notkun eða notkunarleysi hefir hjálpað til a^
skapa nýjar lífmyndir, eða þær eru ekki annað en sjálfkvaem
sambönd, hafa komið af sjálfum sér, svo sem vér kveðuru
að orði, þá verðum vér að minsta kosti að telja þær gefnar5-
(Bls. 47).
Hugsunarvilla og hún af lakara tagi, er í upphafi fi111,a
kafla. Þar segir: »AðaIeinkenni mannsins, — sá eiginleikmn,
sem greinir hann frá öðrum tegundum dýra — er eflaust