Eimreiðin - 01.07.1924, Side 108
300
TÍMAVÉLIN
eimreidiN
í einu vaknaði vonin í brjósti mér. Mér fanst vera að birta.
Oljóst tók ég að greina Mórlokkana í kringum mig; Þrir
þeirra lágu steinrotaðir fyrir fótum mér, en hinir flýðu sem
fætur toguðu í óslitinni runu gegnum skóginn. Steini lostinn
af undrun horfði ég á þessar aðfarir. Sá ég þá dálítinn rauð-
an neista berast inn á milli trjánna og hverfa. Samstundis
skildi ég, hvernig stóð á brunalyktinni og flótta Mórlokkanna.
Eg gekk nú út úr skógarrunnunum og sá eldslogana fra
brennandi skógunum fram undan. Það var fyrsti eldurinn, sem
ég hafði kveikt, er nú kom æðandi á hæla mér. Ég svipaðist
um eftir Vínu, en hún var horfin. Orgið og brakið í eldhaf-
inu, sem valt áfram óðfluga, gaf mér ótvírætt til kynna, að
ég yrði að hafa hraðann á. Ég greip kylfuna og hélt á eftu
Mórlokkunum. Það var kapphlaup upp á líf og dauða. Einu
sinni læstist eldurinn svo hratt um skóginn til hægri handar
við mig, að ég varð að breyta um stefnu og halda í aðra átt.
Loks komst ég út á lítið bersvæði og sá ég þá, hvar einn
Mórlokkinn þaut fram hjá, auðsýnilega alveg blindaður af birt-
unni, og æddi rakleitt inn í eldinn.
Og nó hófst sú hroðalegasta viðureign, sem fyrir mig kom
á allri ferðinni inn í framtíðarríkið. Alt sviðið var upplýst af
eldinum, eins og hábjartur dagur væri. Á því miðju var hóll
algróinn þyrnum. Gegnt hólnum var skógargeiri, sem þeSar
stóð í ljósum loga. Á hólnum voru þrjátíu eða fjörutíu Mor-
lokkar, ærir og örvita af hitanum og birtunni. I fyrstu hélt eS
þá ekki sjónlausa. Lamdi ég þá með kylfunni, þegar þe,r
nálguðust mig, drap einn þeirra og limlesti nokkra. En þeSar
ég fór að veita þeim betur eftirtekt, sá ég fljótt, að þeir Sa*u
enga björg sér veitt, og lét ég þá því eiga sig. Stundum komu
þeir skjögrandi og ráku upp ámátleg vein, svo ég hörfaði
undan með viðbjóð. Stundum dró úr eldinum, svo að dimd'-
Ottaðist ég þá, að þessar andstyggilegu skepnur mundu koma
auga á mig. En svo braust eldurinn út á ný. Ég leitaði að
Vínu umhverfis hólinn, en hún var horfin. Ég reyndi að telja
mér trú um, að skelfingar næturinnar væru tóm martröð oS
beit mig í hendurnar og grenjaði til þess að reyna að vek)a
sjálfan mig, lamdi jörðina og æddi fram og aftur. Loks tók
ég að núa augun og hrópaði á guð mér iil hjálpar. að e3