Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 48
240
BREZKA HEIMSSÝNINGIN
farið fram hjá nokkrum litlum sýningarhöllum, svo sem Ber'
muda, Gullströndinni, Austur-Afríku með Arabasniði, Vestur'
Afríku, víggirtri höfðingjaborg, Zansibar og Malta, niður að
Suður-Afríku (íbúatala 7 milj.), einni af helztu nýlendum Ðret3,
Sýningarhöllin er bygð eftir sniði bændabæja Búanna. Her
eru deildir fyrir kvikfjárrækt, veiðar, gull- og demantanáma
o. fl. Sérstök deild er fyrir eyjuna Tristan de Cunda, þar sem
lifa friðsömu sameignarlífi afkomendur enskra skipbrotsmanna,
er einu sinni komu þar að óbygðri eyðieyju, og vilja íbúarnir
ekki þaðan flytja, þó
að þeim hafi oft verið
boðið það.
Héðan er svo gengið
yfir járnbrautarbrú V^ir
í annan enda WerU'
bleys, í hin fögru hús
er sýna Ceylon, sem
einu sinni var Paradis,
Hong Kong, Brezku
Guiana, Vestur-Ind'
landseyjar, Nýfundna-
land og Fiji-eyjar. Hla
þessum eyjum er og skemtilegt að ganga um í fyrirmyndar
grasgörðum garðræktardeildar Wembleys. Loks er farið í
brezku stjórnarinnar, sem er mikið musteri og merkilegt. Her
er tækifæri fyrir embættis- og stjórnmálamenn til þess að at'
huga, hvernig brezka heimsveldinu hefur verið og er stjórnaö,
með her og flota, í heilbrigðis- og kenslumálum, verzlunar-
og samgöngumálum, námamálum og vísindum, og yfirleitt allr*
ítarfsemi þessa mikla, en ósamstæða sambandsríkis.
Þá er lokið ferðalaginu um »hinn mikla hring* sýningar'
innar. Ósjálfrátt dettur manni í hug: Ef hægt er að halda
saman Bretaveldi, stjórnmálasambandi milli svo margra og fiðl*
mennra ólíkra þjóða í ýmsum heimsálfum, hvers vegna ®tti
þá ekki að vera hægt að halda uppi alþjóðlegu stjórnmála'
sambandi, bandaríkjum heimsins með einni alþjóðamiðstöð •
Og hversu lengi getur yfirstéttin brezka haldið heimsveldi sínU,
þar sem eru aðrar fjölmennari og gamlar menningarþjóðir eins