Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 44
236
BREZKA HEIMSSVNINGIN
fyrirmynd væntanlegs þjóðleikhúss Bretaveldis. Kirkja, með 6
kapellum, er tekur 400 manns, sýnir kirkjulistina. Við innganS'
inn er fest upp áminning til gestanna að skilja ekki við þessa
fögru kirkju án þess að lyfta sálunni til hins almáttuga. Mikið
úrval djásna og gimsteina konungs og aðals er hér og t'l
sýnis.
Flestir munu líta inn í sérstakt sýningarherbergi, þar sem &
brúðuhús drottningarinnar, frá kjallara til þaks, með tilheyrandi
útbúnaði, jafnvel miðstöðvarhitun, rafljósum, lyftum, símum, víð'
boði, eldhúsáhöldum, bílum, kertastjökum, bókum og kórónum
og öllum húsbún-
aði. Húsið er þó
aðeins rúmmanO'
hæð, en hið mesta
listaverk, enda
hafa beztu iðnað-
armenn og lista-
menn Breta kepst
um að útbúa það-
Drottningin á eina
íslenzka brúðu 1
hátíðabúningi.
Hjá Listahöllinni er Samkomuhöllin. Þar verða í sumar
haldnar margvíslegar ráðstefnur, bæði fyrir Bretaveldi og al'
þjóðlegar.
Þaðan er farið í Iðnaðarhöllina, sem er næststærsta byS9'
ing sýningarinnar, talin 5 sinnum stærri en hið mikla TrafalS'
artorg í London. Traustleikur og tign hvílir yfir allri bysS'n9'
unni, en þótt hún sé á hæð við 3—4 lyft hús, virðist hún láS
vegna ummálsins.
Hér eru sýndar allar þær iðnaðargreinir, sem ekki falla
undir vélar. Stærst er efnafræðisdeildin, 40000 ferfet, og sýmr
hvernig Englendingar hafa á stríðsárunum flogið fram úr Þjóð'
verjum á þessu sviði. Hér eru sápur og ilmvötn, sölt og fæs1'
efni, litarefni o. s. frv.
Þá koma ullar- og baðmullar-iðnaðardeildirnar, þar sem
sýndar eru allar hugsanlegar slíkar afurðir, saga þeirra oS