Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 66
258
GREINING MANNKVNSINS
EIMREIÐIN
um það, að systkin væru sömu manntegundar, eða að hrukk-
óttur, gulfölur geldingur, með skegglaust andlit, langa, fram-
mjóa limi, ófrjálsmannlegan Iimaburð, nöldur, og feitan skrokk
væri bróðir riðvaxna, kraftalega hnefleikamannsins með skegSl'
aða andlitið. Sú uppgötvun, að eistun og eggjastokkarnir hafa
á víð og dreif í vef sínum dálítið af kirtilefni, sem ekki a
neinn þátt í aðalstarfi þeirra — framleiðslu ættfruma — var
gerð fyrir 70 árum, en þau gögn, er leiða oss til að ætla, að
þetta dreifða efni eigi beinan þátt í því, hvernig vöxtur-
inn verður, eru alveg nýfengin. Allar þær breytingar, er
drengir og stúlkur taka á kynþróunarskeiðinu — því vaxtar-
skeiðinu, er kynflokkseinkennin koma fyllilega fram, eÍ9a
rót sína í starfi millikirtlanna. Séu þeir teknir burt, eða starfi
þeir ekki, þá bæði seinkar líkamsþroskanum og hann verður
annar. Þegar vér grenslumst eftir því, með hverjum hætti
mannkynið kvíslist í ýmsa kynflokka, þá verðum vér að taka
millikirtilinn til greina. Eg er þeirrar skoðunar, að mismunur
karla og kvenna — að karlmannseinkennin koma greinilega
fram — sé skýrari með Kákasusmönnum en bæði Mongól'
um og Negrum. Bæði með Mongólum og Negrum, þegar
kynmótið er sem skýrast, er andlitið skegglaust og líkaminn
nálega hárlaus, og sumir Negraflokkar, sérstaklega við NíE
hafa langa, storkslega ganglimi, og virðist það benda á, að
millikirtlarnir láti ekki til sín taka. Þegar konur eru úr barn-
eign, verða þær oft grófari og karlmannlegri ásýndum.
í sambandi við millikirtlana, að minsta kosti að þróuninm
til, eru nýrnahetturnar. Vitneskja vor um það, að þessi tvÖ,
tiltölulega litlu líffæri, sem ekki eru stærri en meðalstór appel'
sínumáni, standa í sambandi við hörundslitinn, stafar frá árinu
1854, er Dr. Thomas Addison, læknir við Guy’s-spítala >
Lundúnum, tók eftir því, að þegar nýrnahetturnar smáeyddust
af sjúkdómi, þá hafði það í för með sér, að sjúklingurinn
varð dekkri á hörund, auk annara alvarlegri breytinga oS
sjúkdómseinkenna. Það eru nú 150 ár síðan John Hunter,
eftir þeim gögnum, er hann hafði, komst að þeirri niðurstÖðu,
að upprunalegur hörundslitur manna hafi verið svartur, og öll-
sú þekking, sem vér síðan höfum öðlast, styður þá ályktun, er
hann dró. Af því, að litarefni tekur að safnast í hörundið og;