Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 76
268
HEIMSFLUGIÐ
eimreiðin
að nafni, og flaug hann
vegalengdinu, um 2200 rast-
ir, á 15 klukkustundum og
18 mínútum. Og nú hafa
Bandaríkjamenn ráðist í það
stórvirki að gera út flug-
leiðangur umhverfis jörð-
ina. Er það svo merkur
viðburður í sögu fluglistar-
innar, að lengi mun hann
í minnum hafður, og það
ekki sízt hér á landi, þar
sem flugmennirnir hafa átt
hér viðkomustað, og eru
því fyrstu mennirnir, sem
Erik H. Nelson. flogiðj hafa yfir fslandsála.
Hinn 5. apríl síðastlið-
inn lögðu átta flugmenn úr
Bandaríkjahernum af stað
frá Seattle í Washington-
fylki, á fjórum flugdrekum.
tveir á hverjum, og var för-
inni heitið umhverfis jörðina.
Flugu þeir fyrst vestur til
Alaska, en þar hlektist for-
ingja fararinnar á, svo hann
varð að láta staðar numið
með dreka sinn. Hinir héldu
áfram frá Alaska yfir Kyrra-
haf til Japan, þaðan til
Kína og svo áfram yfir
Indíalönd vestur til Persíu,
yfir Mesapotamíu, Sýrland,
Lowell H. Smith. Tyrkland, Rúmeníu, Þýzka-
Iand og Frakkland til Eng-
lands. Þaðan héldu þeir norður til Orkneyja. En frá Kirkwall í
Orkneyjum flaug einn drekanna til Hornafjarðar á íslandi laug-
ardaginn 2. ágúst. Fyrstur flugdrekanna til Hornafjarðar varð