Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 4
196 JOHN MILLINGTON SVNGE eimREIÐIN
Fyrir þessu var þá barist er hinn blædökki örn
fór með bliki um vorloftin dimm!
Fyrir þetta létu dreyra sinn lands okkar börn,
en ljúfan Fitzgerald tók Helja grimm
og líka Robe'rt Emmet og ungan Wolfe Tone —
allar traustustu hetjurnar á fold.
Nú er horfið í gleymsku vort göfuga frón,
en þær grafnar í koldimma mold.
Smámsaman festi sú skoðun rætur meðal írskra föðurlands-
vina, að þeir yrðu að leggja inn á skilnaðarbrautina, ekki að
eins í stjórnmálum heldur og í bókmentunum, ef ættjarðarást
þeirra ætti að geta borið ósvikna ávexti. Keltneska bandalag'ð
var stofnað til þess að styðja og vernda írska tungu, ekki að
eins í því skyni að endurlífga fornmálið, heldur til að sam-
laga það kringumstæðum nútímans, með því að nota það sem
móðurmál og gera það að ritmáli þjóðarinnar. Vms félög 1
sveitunum héldu árlega einskonar þjóðhátíðir, hinar svonefndu
feis, beint í því augnamiði að koma saman og syngja, segja
sögur og lesa upp á írsku. Keltneska íþvóttafélagið var stofn-
að til þess að efla og fegra þjóðlegar íþróttir og leiki. Og 1
leyndum blómgaðist Irska /ýðveldisbræðra/agið,• en sá félags-
skapur var í raun og veru hervædd uppreisn gegn Englandi
og vildi sameina kenningar og tillögur hinna þriggja stjórn-
málaflokka í landinu, þannig að alt hið bezta í írskum aett-
jarðarvinum fengi að þroskast óhindrað. Félagið gekk undir
ýmsum nöfnum, unz Arthur Oriffith, fyrrum forseti írska fri*
ríkisins, reit sína frægu bók The Resurrection of Hungarý
(Endurreisn Ungverjalands), og stofnaði Sinn Fein-flokkinn,
sem krafðist fulls skilnaðar milli írlands og Englands. Sinn
Fein-flokkurinn hafði síðan forustuna á hinu efnislega sviði
uppreisnarinnar, en það var Irska leikhúsið, sem hafði f°r'
ustuna á andlega sviðinu.
Lengi átti leikhúsið við ramman reip að draga. Það var
þegar frá öndverðu hrein þjóðræknisleg stofnun bæði að stefnu
og starfstilhögun, þó að það væri ekki beinlinis riðið við
stjórnmál samtíðarinnar. Margir ágætir írskir rithöfundar buðu
því aðstoð sína. W. B. Veats, Edward Martin, George Moors
og jafnvel Bernard Shaw skrifuðu sjónleiki fyrir það. £n
mestum frægðarljóma varp þó J. M. Synge á leikhúsið með