Eimreiðin - 01.07.1924, Blaðsíða 82
274
FRÆNDUM SÍÐU-HALLS SVARAÐ
EIMREIÐlN
hver átrúnaður leggur megináherzlu á einhver atriði, sem gera
hann sérkennilegan. Eru kenningakerfi trúarbragðanna, a^
sumu leyti, hvert öðru frábrugðin. Þau eru eins og musteri,
sem eru hvert með sínum lit og lagi. En máttarviðirnir í þeIIT1
öllum eru úr sama efni, og líkt telgdir og feldir saman. Þess-
ir máttarviðir eru kenningar, sem halda hverjum átrúnaði upp'-
Og þær kenningar eru einkum þessar, og koma skýrt fram 1
öllum meiri háttar trúarbrögðum:
Til er einn guð, almáttugur, algóður, eilífur og alvitur. L)r
skauti hans er öll tilvera runnin og alt, sem lífsanda dregur-
Mennirnir eru bræður. Eðli þeirra er eilíft og hefur í ser
fólgna guðlega getu. Mikilvægasta verkið er að drepa hana
úr dróma.
Fullkomið réttlætislögmál stjórnar tilverunni, svo að ser-
hverjum verður mælt með sama mæli sem hann mælir öðrum-
Mönnum er ætlað að þekkja það lögmál, að lifa sarnkvsemt
því og láta það fleyta þeim fram til sigurs.
Trúarhöfundar kendu í líkingum og orðskviðum og gerðu
tákn og stórmerki, að því er sögur herma. Þeir voru menn
fullkomnir, meistarar og leiðtogar yngri bræðra upp brattanm
Merk trúarbrögð eiga sammerkt um þessar kenningar. Oð
alveg sömu máttarviðir og margir fleiri halda guðspekikerfinu
uppi. Fyrir því þykir guðspekifélögum mest um vert, að vel
sé gætt þeirra viða og þeir varðir þverbrestum og fúa. Ef
þeir bila að marki, er byggingunni allri hætt.
Þótt guðspekin sé eigi trúarbrögð, er hún samt trúarlegs
eðlis, að nokkuru leyti. Hún kennir sömu meginsannindi oð
merkustu trúarbrögð, en ekki sérkreddur þeirra. Og fyrir þelIT1
sannindum hefur hún hinar sömu heimildir sem kristindómur
og önnur trúarbrögð. Ef ráðist er á þær heimildir er oQ
höggum beint að máttarstólpum kristinnar trúar.
Rit og rannsóknir vísinda. Ekki er alls ólíkt um rit v,s'
inda og helgirit trúarbragða — að einu leyti: Vísindaritin eru
ekki sammála um alt, fremur en helgiritin. En fremur er Þa^
í aukaatriðum, sem vísindamönnum kemur ekki saman.
meginkenningar munu þeir sammála.
Þróunarkenningin er stórfenglegust þeirra kenninga, er v>s'