Eimreiðin - 01.07.1955, Síða 36
180
BLÁA HULDAN
eimbe®11*
hafði lítinn hnött undir armi sér. Húsfreyja þekkti strax, að þarJ^a
var draumkona hennar og vinkona, álfkonan yndislega, er bein<h
til hennar sprota sínum og benti henni að koma til sín í hóhnU-
Runnu þá á bóndakonuna töfrar svo miklir, að hún gekk beiiú
inn í hólinn til huldukonunnar, er mælti til hennar: „Þú ert
vinkona mín og erum við verndarar hvor annarar. Vildi ég 1111
launa þér lúðuhöfuðið og það annað, að þú hefur ætið uiina^
mér og tekið mig trúanlega í draumum þínum. Ég veit að þu
unir illa hjá manni þinum hér við hafið. Ég vil því reyna að veúa
þér hjálp, því svo æpir hvert stráið til annars þar sem þunH'
skipað er.“
Álfkonan tók þá smyrslabauk og smurði augu vinkonu sinnal
og mælti: „Enginn ræður sættum sjálfur. Bera skal sök til sáttn
og bóta. Upp frá þessu skalt þú öðrum augum lífið líta, og m8^1
ég svo um, að lán fylgi þér og þínum niðjum.“
Álfkonan yndislega lagði því næst hönd sína á höfuð vinkon11
sinnar og mælti:
„Brimhljóð á köldu kveldi
kyrrir og svæfir bezt,
hlóðirnar, hlaðnar eldi,
huganum sýna flest:
Glæður og glitruð bára
gylla muna og rann,
þá gleymist sorgin sára. —
Sœtztu vi8 byggÖ og mann!“
Því næst leiddi álfkonan húsfreyju út úr hólnum og brá spi'°ta
sínum. Var þá sem unga konan vaknaði af draumi, en töfrai'
leiðsla hurfu af henni. Og er hún leit við var vinkona hennar
horfin og hóllinn lokaður eins og áður, og sáust þar engin vegs
ummerki. En húsfreyja mundi allt glögglega, er gerzt ha^1'
Hún nam vísuna og orð vinkonu sinnar og hafði þau ætíð í hnga
síðan. Breyttist nú hagur hennar allur til batnaðar upp frá þessl’
Hún varð heimilisrækin, vinnusöm og stjórnsöm, jók kyn sltl
og lifði í góðu gengi til æviloka. Afkomendur hennar eru sa1'11
ir og góðir íslendingar, er sameina í sál og líkamsformi orð Gn
almáttugs, er hann forðum mælti við formóðir okkar, Evu, 11111
sköpunarmátt lífsins í náttúru lands og sjávar.
Jochum M. Eggertssori-