Eimreiðin - 01.07.1955, Side 40
184 VETRARFERÐ UM SUÐURLANDSSANDA eimrEIÐIN
1943. Ég var þá á leið austur yfir fljótið og hafði að fylgdarmanni
þrautreyndan ferðagarp, Jón bónda í Volaseli. — Dagana á undan
hafði verið mikið flóð í Jökulsá, og hafði hún flætt yfir allar eyrar,
en vatnasvæði hennar í stórflóðum nær yfir meira en 5 km. svæði.
— Um morguninn, þegar við fórum frá Volaseli, var komið gott
veður, og hafði mjög sjatnað í ánni. Taldi Jón hana vel færa. Við
riðum greitt yfir aurana, þótt nokkurt sull væri í götum, en dýpstu
kvíslamar voru yfirleitt í kvið og á miðjar síður.
Allt gekk ágætlega, og var nú komið að síðustu kvíslinni. —
Þó var sýnilega strengur við austurlandið. — Jón reið út í á und-
an, en ég dokaði við, meðan hann fór yfir dýpsta álinn. Hann
reyndist í taglsrætur, og benti Jón mér að fara nokkru ofar, Þar
sem virtist vera grynnra brot. — Það reyndist líka svo — rúm-
lega á miðjar síður, — en landtakan reyndist ekki góð. Rétt þeg'
ar byrjaði að grynnka sökk klárinn í sandkviku, eins og jörðin
ætlaði að gleypa okkur. Klárinn brauzt um hraustlega, því
þetta var mikill burðahestur, og ekkert óttast hestar eins og sand-
kviku. Þeir verða örvita af hræðslu. — Ég var mikið klæddur með
þungan bakpoka. Ég vildi þó freista þess að létta á hestinum og
beið færis að komast af baki. En í því að ég snaraðist úr hnakkn-
um tók hesturinn hart viðbragð, og ég féll flatur í ána, en harn-
ingjan var þarna með á hættustund, og ég féll fram en ekki aftur
með hestinum. Ég kom því fljótlega fótum fyrir mig og sleppú
ekki taumnum. Svamlaði þá hesturinn upp úr kvikunni. Ég steig
á bak, og var nú riðið greitt að Stafafelli.
En nú er Jökulsá í Lóni í sínum bezta ham. Vel hefði mátt vaða
hana í hnéstígvélum. — Ég hafði pantað bifreið frá Höfn að sækja
mig að Jökulsá. Var orðið nær fulldimmt er komið var í Almanna-
skarð. — Margir dást að fögru útsýni þaðan. — Enn hef ég ekki
notið þess fagra útsýnis, því að ég hef ætíð verið þar í myrkri eða
vondu veðri. Vegurinn upp í Almannaskarð liggur hliðhallt eftir
snarbrattri skriðu. Ég tel, að sú brekka eða sneið, sé einn hættu-
legasti bílvegur á íslandi. Sjálf sneiðin er réttir 1000 metrar,
beygjulaus brekka, — mjög brött efst. — Er betra að vél og
hemlar bifreiðar séu í góðu lagi, er þessi sneið er farin, einkurn
þegar farið er niður.
Kauptúnið Höfn í Hornafirði er í örum vexti og hefur stækkað
mikið síðan þessi ferð var farin. Hafnargerð er þó nokkrum erfið-
leikum háð og innsigling í ósinn enn ekki örugg, en flugferðir a
Melatanga eru ómetanlegt hagræði. — I Höfn var ég gestur a
Menningarmóti Austur-Skaftfellinga, er þá stóð yfir á Höfn. Slík