Eimreiðin - 01.07.1955, Page 63
E’MHEIÐIN
ÁSTIN ER HÉGÖMI
207
Sreti mína, er ég bað hennar, og fengið sömu svörin hjá föður
nar og ég lét yður í té, skyldi enginn mannlegur máttur hafa
^ið okkur að. Ég hefði ekki setið aðgerðarlaus í tíu ár“.
þessi orð reis prestur snögglega úr sæti. Hann snéri sér
&amla manninum og sagði hranalega:
”Nú fer ég að skilja. Þér munduð fyrr láta lífið en afturkalla
0r^ yðar. En nú skuluð þér ekki framar núa mér því um nasir, að
ekkert sé aðhafzt“.
Við þessi orð brá fyrir leiftri í hinum óræðu augum öldungs-
lris. Og um leið og hurðin féll að stöfum á eftir presti, muldraði
s)úklingurinn: „Mikið var“ —
^11 vinnumenn, sem voru heima við, sáu hvar prestur kom út
^eð Katrínu í fanginu og lyfti henni á bak hestinum. Síðan sett-
Prestur fyrir aftan hana og þeysti úr hlaði.
En bak við gluggatjöldin. í herbergi gamla mannsins, glytti í
a )eikt andlit, sem horfði brosandi á eftir þeim.
VIÐ GDÐAFDSS.
Titrar í gljúfri hörpustrengja hljómur,
hríslast um stalla úðafallsins reykur.
Huganum lyftir, eins og dýrðardómur,
dynþungur fossins öldufaldaleikur.
Afl býr í straumi, orka í djúpum falin,
undur og tign um svipinn bjarta Ijómar.
Þúsundir ára fagran fjalladalinn
fagnandi vöktu töfraþrungnir ómar.
Stend ég og hlusta, flaumsins mikla móða
myndirnar seiðir fram á hugans sviði.
Er sem ég kenni héraðsgoðans góða
göfgandi spekimál í fossins niði. —
Knútur Þorsteinssjn
frá ÚlfsstöSum.