Eimreiðin - 01.07.1955, Page 96
240
HIMNESK ÁST
eimre®11*
„Ég kyssi engan nema ég trúlofist honum.“ Dúdda var orðin
rauð ofan á háls. Hún raðaði steinvölum í þríhyrning, nokkurs
konar rétt.
„Já, en ef ég bið þig að trúlofast mér?“
„Þú ert á förum. Ég veit ekki, hvort þú kemur nokkurn tiiua
aftur.“
„Dúdda! Þú veizt, að ég kem aftur. Heldurðu að ég skildi þifl
eina eftir, ef við værum trúlofuð?“ Þú veizt, hvað ástfangiu11
maður lofar miklu. Ég hef vitanlega aldrei stigið þangað f<'Etl
mínum framar. Hef ekki haft tækifæri til þess. Það eru örlögiu-
„En þykir þér annars nokkuð vænt um mig? Ég vil fá
vita það hreinskilnislega.“ Maður getur orðið eitthvað svo harð-
hentur við svona reikningsskil. Það er eins og maður eigi reú
og kröfur á hinn aðiljann, þótt hann geti í raun og veru gefið
manni langt nef.
„Já.“ Það heyrðist varla.
Hefurðu nokkurn tíma fengið þvílíkt já? Það er uppgjöf upp'
gjafanna, ósigur ósigranna. Það þýðir, að þú færð þarna allt i
einu nýja persónu ofan á þína eigin persónu. Það er sigur, sem
þú færð allt of óvænt til að njóta hans.
„Dúdda,“ sagði ég hræddur, en vissi samt ekki, hvað ég áth
að segja. En nú þóttist ég eiga rétt á að taka utan um hana-
Hún hreyfði sig heldur ekki frekar en ég veit ekki hvað, frek-
ar en hólbarðið, sem við sátum á.
„Dúdda,“ sagði ég, „hefur þér lengi þótt vænt um mig?“
„Já.“ Sko, nú var ég farinn að smjatta á sigrinum.
„Heldurðu, að þú verðir ekki búin að gleyma mér, þegar eg
kem aftur?“
„Nei.“
Og veiztu hvað, nú þoldi hún ekki meira. Hún fór að grata-
Hefurðu annars nokkurn tíma séð stóra og föngulega stúlku
gráta? En þú hefur kannske einhverntíma séð hús i landskjálfte-
Það er nefnilega allt öðru vísi en þegar tvær litlar stúlkur grata-
Við þær langar mann til að segja: — Æ, blessuð, hættu nw-
Þetta var ekkert. Lofaðu mér að þurrka þetta framan úr þer'
En stór og fönguleg stúlka! Það er eitthvað svo sorglegt að horfa
upp á það. Það fer út í allan kroppinn. Og þótt sálin hætti, Pa
heldur kroppurinn áfram að gráta.