Eimreiðin - 01.07.1955, Page 98
242
HIMNESK ÁST
eimbe®^
göngiir, sem ráða örlögunum. Mínu starfi hagar svo, að ekki eI'
mikið um sumarleyfin, sem fólk notar til að trúlofa sig í. Og
dettur þér í hug, að faðir hennar hefði sleppt henni til að heitt1"
sækja mig? Nei, þá þekkirðu hann og hans nóta illa. Hver held-
uðu að hafi orðið glaðari við burtför mína en einmitt hann?
Og svo líður tíminn og sverfur af sárustu broddana. Eitt ár leið-
Tvö ár liðu. Vitanlega elskaði ég hana alltaf. En það fór svo,
að ég var ekki gagntekinn lengur, nema þegar ég var að lesa
hréfin frá henni eða skrifa henni til aftur. Og að síðustu varð
ég að undirhúa mig og lesa yfir heilan hréfaböggul til að geta
skrifað henni almennilegt bréf. Ef ég hefði aftur á móti hitt hana
eða séð hana aftur á þeim tíma, þá hefði enginn verið haming]11'
samari en ég. Þér finnst svona nokkuð skrítið kannske, en hafðo
mig nú samt fyrir því, lagsmaður.
Og svo kom ástin í annað sinn eða kannske þriðja eða fjórða,
ég man það nú ekki gjörla, en það var þessi mikla, óviðráðanleg3’
þú veizt, þegar maður giftist. Ætli maður gæti ekki elskað alla1
konur á jarðríki, ef maður lifði eilíflega og alls staðar? Þú skaH
samt ekki taka allt of mikið mark á ómögulegum möguleikuro-
—- Svona var nú það. Vitaskuld hætti ég að elska hana, eftir að
ég giftist. Slíkum smámunum gleymir hver góður borgari, sexn
gegnir trúr þeim skyldum, sem þjóðfélagið og farsælt heimihs'
líf leggur honum á herðar. En meðal annarra orða. Dúdda el
komin hingað til hæjarins. Og þá er karlinn sjálfsagt dauður'
Hún fengi ekki að leika svona lausum hala og hátta kannske
klukkan ellefu að honum sjálfráðum.
Nei, það var engin missýning. Ég skrapp ofan að skipi, sein
var að fara, með hréf og leiddi elztu dóttur mína við hönd mer-
Ég hefði að vísu getað sett það í póstkassann á horninu, rétt þal
sem ég bý, því að ég var búinn að skrifa það í tæka tíð. En þegal
stelpan fékk veður af því, vildi hún endilega fara með það ofa11
að skipi. Og hvaða maður hefur nokkurn tíma getað neitað elzú1
dóttur sinni um nokkum hlut?
Þá sá ég Dúddu. Hún var orðin enn þá þrýstnari á vöxt el1
áður, jafnvel holdug. En sami hvíti hörundsliturinn og klassísha
andlitsfallið. Hún var líka með barn, bar það á handleggnu111'
Og nú heldur þú, að hefjist nýr þáttur í lífi okkar með fy11^
sögninni óhamingjusöm ást eða fjölskylduharmleikur. Nei, onel-