Eimreiðin - 01.07.1955, Síða 120
264
UM ÖRNEFNI I JÖKULSÁRHLÍÐ
að ekki vildi hann vera þar einn á ferð í myrkri, því eitt sinR
hefði hann séð þá kumpána vera þar í fangbrögðum og þottl
nóg um.
Fyrir austan bæinn í Sleðbrjót er mólendi stórt, talið þa°
stærsta á landinu. Norðarlega í því, niður við Jökulsá, eru rústir
af fornbýh, sem hét Bakkastaðir. Annað fombýli mun hafa
verið sunnar í móunum, í dal þeim, er Miðdalur heitir, en eldn
man ég nafn á því.
Þá em Surtsstaðir næsti bær. Fátt er þar um söguleg e^a
einkennileg ömefni. Þó mun hafa verið fornbýh þar upp undu
fjalli, sem hét á Höfða. Þar eru nú sauðahús. Einkennileg31
klappir eru rétt fyrir neðan túnið þar. Þær em svo vel fægðar
og ísnúnar, að ég hef hvergi séð slíkar. Ein þeirra er há °S
heitir Drykkjarsteinn. Vestan á henni er skál svo vel fægð sem
rennd væri, og mundi taka nálægt tunnu af vatni, og er oftast
vatn í henni, sem mun síast í gegnum klettinn. Sterk trú val
á því fyrrum, að vatn það væri heilnæmt, og var oft sótt langar
leiðir handa konum, sem ekki gátu fætt, eða gamalmennum, seirl
ekki gátu dáið, og þótti reynast vel. Sjálfsagt var líka, að huldæ
fólk byggi i klöppum þessum, og em um það margar sagnir-
Á Hallgeirsstöðum man ég ekki eftir örnefnum, nema forn-
býli, sem hét Iírakastaðir. Þar eru nú sauðahús. Sama er að segja
um Hrafnabjörg. Þó eru háir klettar þar skammt fyrir vestan,
sem Hrafnabjörg heita, og verpa þar hrafnar oftast. Af þen11
mun nafnið dregið. Fombýli er utarlega í Hrafnabjargalandi,
en ekki man ég nafn á því.
Laxá skilur lönd milli Hrafnabjarga og Fossvalla hið neðra, en
þegar til fjalla kemur, fellur hún eftir Laxárdal, þvert í geg0'
um Fossvallaland, og hefur upptök suður í Jökuldalsheiði. Heyrt
hef ég, að selför hafi verið í Laxárdal til forna, en þangað hef
ég ekki komið. Bæjamafnið Fossvöllur mun vera dregið af f°$r"
um fossi i Laxá að bæjarbaki. Innarlega í Fossvallalandi ein
leifar af fornbýli, sem hét Fossvallasel. Þar var búið fram a
miðja 19. öld. Nú em þar sauðahús.
Mörg fleiri ömefni kunna að vera á þessum slóðum, sem eS
er búinn að gleyma, Það eru nú 34 ár síðan ég fór af íslandi,
og um 50 ár siðan ég flutti úr Jökusárhlíð. Þó vona ég, að rétt
sé með farið það, sem þessi lýsing nær.