Eimreiðin - 01.07.1955, Side 126
270
KONAN MÍN RÚSSNESKA OG ÉG
eimre®1'*
að bíll frá leynilögreglunni veitti okkur eftirför. Ég brosti og lat
orð falla á þá leið, að það væri fullmikið af því góða að elta okkUT
eins og glæpamenn, þegar konan mín væri rétt að því komin a®
ala okkur bam.
Um nóttina ól Tamara 16 marka stúlkubam. Sömu nóttina voru
mikil hátíðahöld í Moskva, í tilefni þess að rauði herinn hafði
unnið mikinn sigur og losað þrjár borgir úr umsátri. Tamara vildi
láta bamið heita einhverju því nafni, sem minnti á sigur. Rúss-
neska orðið Pobeda, sem þýðir sigur, fannst mér ekki hljóma nogu
vel sem heiti á stúlkunni okkar og stakk upp á að skíra hana
Viktoríu.
— Hún á að heita Viktoría, eftir ágætri drottningu og sigri11'
um í dag, sagði ég, og svo vildi ég bæta við nafninu Wendell, ef
þér er sama.
Þannig atvikaðist það, að litla dóttir okkar heitir Viktoría
Wendell Gilmore.
Eftir að Þjóðverjar gáfust upp og vopnahlé var samið, ákvað eg
að reyna að fá leyfi fyrir okkur hjónin til að flytja, ásamt dótt-
ur okkar, til Bandaríkjanna. Tamara var óðfús á að fara, og eS
sendi beiðni símleiðis til Associated Press um heimfararleyfi.
Ég fór að hitta formann rússneska blaðamannasambandsinSi
hr. Zinchenko, og bað hann um að taka málið upp við Sovjet'
stjómina. Hann hlustaði á mig þegjandi. Útlitið var hvergi nærÞ
gott. Sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, Averell Harriman,
spurði mig, hvað hann gæti gert fyrir mig til þess að Tamara feng1
að fara með mér úr landi, og ég bað hann um að fá stjóm sina
til að gangast í málið.
Ég veit, að hr. Harriman gerði það, sem hann gat, til að hjálPa
okkur. Sjálfur var hann og dóttir hans, Kathleen, á förum heim,
en áður en hann fór, sagði hann við mig:
— Ég er hræddur um, að þið verðið að vera einn veturinn enn
hér í Moskva. Þessvegna ætla ég að láta þig hafa yfirfrakkann
minn. Hann er skjólgóður í kuldanum.
Dóttir hans gaf konu minni einnig föt og fleira, sem kom sér
vel. Þau feðgin vom sannir vinir í raun.
Það fór eins og Harriman spáði. Við urðum að vera veturinn
um kyrrt í Moskva. En árið 1947 var að sumu leyti happaár fyrir
okkur. Ég var svo heppinn að vinna Pulitzer-verðlaunin það ár fyr'
ir fréttagrein um Stalin, eftir viðtali, sem ég átti við hann. Þa
viðtal vakti mikla athygli í blaðaheiminum. Nokkrum vikum síðnr
hringdi hr. Zinchenko til mín og óskaði mér til hamingju með,