Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 31

Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 31
UM MAGNÚS ÁSGEIRSSON 119 aði sterkt á Magnús, og hann gerði ljóð þessara skálda jafn nákom- in íslenzkum lesendum og þau voru mönnum heima fyrir. Ekkert skáld lét þá um sig spyrjast, að taka ekki afstöðu, meira að segja jafn borgaralegt skáld og Tómas Guðmundsson orti vægðarlaus ádeilukvæði gegn værðinni. Róttækni var mörgum rithöfundum lausnarorð á tímum heimsstyrjaldarinar seinni; síðar áttu bylting- arkenndar hugmyndir eftir að þurrkast út úr bókmenntunum eins og dót, sem er ekki lengur nothæft. Áhrifamesta rit landsins, Rauð- ir pennar, var stjórnað af dugnaðarmanni, sem ekki fór leynt með skoðanir sínar á hlutverki bókmennta, en var jöfnum höndum hrifnæmur fagurkeri og kommúnistískur áróðursmaður. Þrátt fyr- ir allt var þessi maður, Kristinn E. Andrésson, ekki fjarri því að vera borgaralegur í hugsun. Það er ein af skemmtilegri mótsögn- unum, en kannski skýringin á því hvað honum tókst að fá marga mæta menn til liðs við Rauða penna, og síðar Tímarit Máls og menningar. Magnús Ásgeirsson birti margar ljóðaþýðingar í Rauðum penn- um, og vinir hans, Jóhannes úr Kötlum og Guðmundur Böðvars- son, gerðust höfuðskáld sósíalismans. Steinn sendi vígdjörf skeyti, en gleymdi ekki að horfa í eiginn barm og efast í miðjum básúnu- hópnum. Það er ekki ætlun mín að ræða þetta annars fróðlega atriði nán- ar, aðeins benda á í hvaða félagsskap Magnús var á þessu merka tímabili listsköpunar sinnar. Magnús Ásgeirsson þýddi ýmislegt lir ensku. Frægast er Kvæðið um fangann, eftir Oscar Wilde. Ljóð Audens um ferð til Islands hefur líklega vakið einna mesta athygli; mest nýjung var aftur á móti að þýðingunum á ljóðum Bandaríkjamannsins Carls Sand- burgs. Sandburg var skáld djarfra hugmyndatengsla og ljóð hans höfðu góð áhrif á Stein. Annað bandarískt skáld Edgar Lee Masters orti mikinn Ijóðaflokk, sem í þýðingu Magnúsar hlaut nafnið Kirkjugarðurinn í Skeiðarárþorpi. Höfundur lætur framliðna íbúa smábæjar í Vesturfylkjum Bandaríkjanna, lýsa ævi sinni og lífs- skoðunum. Ljóðaflokkur þessi er með því sérkennilegasta í Kvæða- safni Magnúsar, og hafði mikil áhrif á íslenzk ljóðskáld. Eitt þeirra, Guðmundur Böðvarsson, hefur ort heila bók í anda Lee Masters; nefnist hún Sandkorn í mold. Frá Rússlandi þýddi Magnús Tólfmenninga Alexander Bloks, langan ljóðaflokk með efni sóttu til byltingarinnar, og hefur þessi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.