Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Page 58

Eimreiðin - 01.05.1967, Page 58
146 EIMREIÐJN nefndar. Og ekki hafði Finnur Jónsson háar hugmyndir um þessi „áhuga- mál“ frúarinnar og „interesser nok til at knytte de to mennesker samm- en“. Hann segir þvert á móti, að hún hafi ekki haft „ringeste begreb om hans (þ. e. Á. M.) studier og aandelige intresser“. Var og varla við því að búast, af óbreyttri almúgakonu á þeirri öld, enda var skilningur rnanna og áhugi á slíkum fræðum yfirleitt af skornum skamrnt, þ. á. m. einnig lijá lærðum mönnum þeirra tíma. Ekki svo að skilja, að þessi áróður sé neitt nýr af nálinni og reyndar furða hvað hinum dönsku háskóla- og safnmönnum endist þetta nudd. Fyrir meir en 100 árum kom Werlauff með þá kenningu að safn A. M. myndi liafa tvístrast, ef peninga þessarar konu hefði ekki notið við, eða ef konan hefði verið eitthvað yngri! (T. f. Oldk. 1836). Vitaskuld er þetta allt saman glórulaus heilaspuni, og annað ekki. Það mætti þá allt eins vel snúa dæminu við: Hefði Á. M. ekki gifzt þessari konu myndi hann hugsanlega/sennilega hafa ílengst (gifzt?) á íslandi, og safnkassarn- ir aldrei verið fluttir út, og þess vegna aldrei lent í brunanum. Og e. t. v. liefði meira af safninu bjargast úr eldinum, ef konan hefði ekki tekið heimilisvagninn til brúks fyrir sjálfa sig og danska vinkonu sína, og björgun og burtflutningur safnsins þess vegna setið á liakanum, þar til um seinan var. Það er endalaust hægt að velta þessu fyrir sér, og kemur í engan stað úr þessu. „Óhollur heilaspuni leiðir afvega,“ segir Sírak. Það hefur lengi verið árátta hjá þeirn andstæðingum handritamálsins í Danmörku, að reyna að „innlima" Árna Magnússon og telja hann Dana, eða a. m. k. meiri Dana en íslending. Prófessorinn er einnig með til- burði í þessa átt, en þó í dulbúnu formi ,eins og fyrri daginn. Hann reynir ekki fyrir sér um ættfærslur að þessu sinni, enda ekki hægt unr vik. En hann fer hina leiðina. Hann viðurkennir, að Á. M. hafi komið frá íslandi, en einungis sem fátæklingur, „fattig islandsk student,“ og — það sem við höfum ekki vitað áður, — að líf hans hafi þá vantað „undirstöðu“ og „innihald" (!). Óbeisinn unglingur það. En úr þessu liafi ræzt heldur betur, því nú tóku Danir við honum, og „köbenhavnsk lærdomsmiljö," sem höf. kallar svo, sem síðan „pa fundamental vis prœgede lians liv og gav det indhold,“ (lbr. m.). Nú var það ekkert minna! Síðan kom „rigt giftermál,“ „betydelig medgift,“ og loks „prompte elevation pá den sociale rangstige," í „det danske monarki.“ Enda hafi Á. M. í nœstum 50 ár (sic) verið „knyttet til“ Khafnarháskóla, og þess vegna tilheyrt „videnskabeligt og kulturelt et köbenhavnsk lærdomsmiljö," eins og fyrr er sagt. Það má segja um þessi fræði höfundar líkt og einn kollega hans sagði við páfann forðum, þegar honum ofbuðu ýkjurnar í Hans heilagleika um Flóaáveituna: „Allt var nú þetta mjög orðum aukið hjá yður, heilagi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.