Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Side 84

Eimreiðin - 01.05.1967, Side 84
172 EIMREIÐIN Ekki þarf að fara í neinar grafgötur um að hvortveggja er sprottið úr sama jarðvegi og ekki er það jarðvegur mannkærleikans. Og fleira mætti telja eftir að farið var að hverfa frá þeim dygðum, sem eitt sinn voru taldar lífsnauðsyn hverri þjóð, sem veit sitt hlutverk, en eitt sinn var kveðið: Hver þjóð, sem veit sitt lilutverk er lielgast afl um heim. Og nú hverfum við sem snöggvast aftur að því, sem ég vék að í upp- hafi, myndinni, sem ég sá í kvikmyndahúsinu við Strikið, en það var hún, sem liafði þau áhrif á mig, að hugurinn leitaði á slóðir gamalla minninga. Sagan í myndinni er í stuttu máli á þessa leið: Iðnaðarmaður í Kaupmannahöfn, heiðarlegur og vandaður maður, liefir komist í góð efni og getur veitt sér og sínum allt, sem þorra manna nú á dögum er keppikefli. Dóttir hans og konu hans, er að verða stúdent og miklar vonir bundnar við framtíð liennar. Ungur maður, sem varpað hefur af sér viðjum allra dygða, kemur inn í líf hennar, og fyrr en varir er hún komin í hóp ungs fólks, sem lítur svipuðum eða sömu augum og hann á lífið, ber ekki virðingu fyrir neinu og telur sér allt leyfilegt. Hann kemur óboðinn gestur á heimili hennar, skömmu eftir að þau eru farin að vera saman, kemur þar þegar foreldrar hennar hafa efnt til fagnaðar með henni og boðið til námsfélögum, en tilefnið, að marki var náð á námsferlinum. I myndinni er hinn ungi maður sá, sem boðar hið nýja lífsviðhorf virðingarleysisins og hömluleysisins, lítur á sig sem Messias, Frelsara — hins nýja tíma, og kallar sig enda svo. í þessu hófi boðar hann hina nýju stefnu, þegar setið er undir borðum. Vín glóir á skálum og postu- línsfötin eru hlaðin krásum. Húsráðendur eru í ekki ósvipaðri aðstöðu og óðalsbóndinn forðum, finna að vá er í lofti — og meira en það, hún er komin inn til þeirra og eitrar andrúmsloftið, en það er ekki tekinn neinn postulínsdiskur og sleiktur, né fluttur neinn reiðilestur, enda væri það hálfri öld of seint. Viðbrögð húsbóndans einkennast af hátt- vísi nútímamannsins, hann aðhefst ekkert, veit heldur ekki hvað gera skal, veitir ekkert viðnám, lyppast niður. í þeim hópi, sem stúlkan er komin í, eru frjálsar ástir í hávegum hafðar á samverustundum, hvort sem fleiri eða færri eru saman, og til þess að kóróna allt saman, hefur hinn nýi Frelsari tekið mynda- vélina í nokun til kvikmyndatöku af öllu, sem fram fer. Það sem gerðist í hófinu verður heimilisföðumum mikið umhugsunar- efni, er hann sér hve náin tengslin eru orðin milli dóttur hans og piltsins. Honum getur ekki dottið annað vænlegra í hug til bjargar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.