Eimreiðin - 01.05.1967, Blaðsíða 99
Ingólfur Kristjánsson: STROKIÐ UM
STRENGI. Endurminningar Þór-
arins Guðmundssonar fiðluleikara
og tónskálds. Setberg, Reykjavík
1966.
Ingólfur ICristjánsson rithöfundur
hefur sýnt það með fyrri bókum sín-
um um ævi og störf ýmissa merkis-
manna, einkum á sviði hljómlistar-
innar, að honum fer skrásetning slíkra
frásagna einkar vel úr hendi. Verður
það eigi síður sagt um nýjasta rit
hans af Jrví tagi, en það eru endur-
minningar Þórarins Guðmundssonar
fiðluleikara og tónskálds, Strokið um
strengi. Frásagnaraðferð Ingólfs er hin
eftirtektarverðasta, en um hana fer
liann þessum orðum í eftirmála bók-
arinnar eða „Eftirspili", eins og það
er heppilega nefnt í samræmi við
heiti Jressara endurminninga:
„Við samningu bókarinnar hef ég
valið Jjað form, að sögumaður segi frá
í fyrstu persónu. Vona ég að með því
móti hafi mér tekizt að koma til skila
persónueinKennum, orðfæri og frá-
sagnarmáta Þórarins, þótt vera kunni,
að á stöku stað bregði þar eitthvað út
af. En það er jrá mín sök en ekki
hans.“
Ekki held ég, að höf. þurfi neinu
að kvíða í þeim efnurn. Fæ ég eigi bet-
ur séð, en að Jjessi frásagnaraðferð nái
ágætlega tilgangi sínum. Sögumaður-
inn stígur Jrar bráðlifandi fram á sjón-
arsviðið, og frásögnin öll með sterk-
um persónulegum blæ.
Og Þórarinn Guðmundsson er svo
geðþekk persóna og segir svo skemmti-
lega frá, að hreinasta ánægja er að
kynnast honum í þessum endurminn-
ingum, og fylgja honum í spor, enda
hefur hann frá mörgu að segja, er
var stórum meir en vert Jress að festa
það á blað. Hispursleysi og hrein-
skilni svipmerkja frásögn hans, að
ógleymdri notalegri kímni og orð-
heppni, en alltaf er þar grunnt á góð-
hug til samferðamannanna á lífsins
leið, og samúðin með Jjeim, er standa
höllum fæti á Jreirri vegferð.
Þórarinn er kvistur sprottinn af
traustum ættstofni á báðar hendur,
og sver hann sig ótvírætt í ætt um
persónuleika og gáfur. Foreldrar hans
voru bæði „gefin fyrir söng og tón-
list,“ og þegar á barnsaldri lineigðist
hugur hans í þá átt. Er hér rakinn
námsferill lians frá uppliafi vega, en
hann var fyrsti íslenzki fiðluleikar-
inn, sem lauk prófi í þeirri listgrein
við erlendan tónlistarháskóla (í Kaup-
mannahöfn), aðeins 17 ára að aldri.
Góðu lieilli sneri hann að loknu námi
lieim til ætjarðarinar, háði þar langa
og harða barátu sem tónlistarmaður,