Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 16
grunni.23 Dómur á hins vegar ekki að vera lögfræðileg álitsgerð og dómstólar verða heldur ekki krafðir álits um hvort tiltekin atvik hafi gerst nema að því leyti sem nauðsynlegt er til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála. Þótt lagareglur um form og efni dóma veiti tilefni til ítarlegri útlistana en hér hafa komið fram verður umfjöllunin takmörkuð við þau atriði sem mestu máli skipta í því réttarfarslega samhengi sem hér um ræðir. Sérstaka þýðingu hafa þau atriði sem binda dómara á ákveðinn hátt í rökfærslunni svo sem lagafyrir- mælin um að dómari megi „ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðu eða mót- mælum“, sem ekki komu fram við meðferð málsins, að ekki megi „dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir“, að í röksemdum skuli koma skýrlega fram hvað dómari „telji sannað ... og með hveijum hætti“og að í forsendum dóma skuli greina „rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði“, sbr. 2. mgr. 111. gr. og f liður 1. mgr. 114. gr. laga um meðferð einkamála og 1. mgr. 117. gr. og 1. mgr. 135. gr. laga um meðferð opinberra mála. Verða þessum atriðum gerð nánari skil hér á eftir. 2.2.a Sakarefnið og grundvöllur málsins Kröfur og málsástæður í einkamálum ber að setja fram í stefnu svo glöggt sem verða má en önnur atvik ber að greina til að samhengi málsástæðna verði ljóst, sbr. d og e liðir 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála. í greinargerð skal m.a. greina frá kröfum stefnda og lýsa þar málsástæðum hans á gagnorðan og skýran hátt og öðrum atvikum sem þarf að greina til þess að samhengi máls- ástæðna verði ljóst, sbr. 2. mgr. 99. gr. sömu laga. Opinbert mál er höfðað með útgáfu ákæru en í henni skal m.a. greina hvert brotið er sem ákært er út af, hvar og hvenær það er talið framið, heiti þess að lögum og önnur skilgreining og loks heimfærslu þess til laga, sbr. c liður 1. mgr. 116. gr. laga um meðferð opinberra mála. Grundvöllur dómsmáls er því lagður með kröfum og með lýsingu á máls- ástæðum í einkamálum og á refsiverðri háttsemi í opinberum málum. I dómsúrlausninni má dómari ekki fara út fyrir kröfur málsaðila eins og fram kemur í 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð einkamála og 1. mgr. 117. gr. laga um meðferð opinberra mála. Meginreglan er einnig sú að dómari má ekki dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. sama ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála. I einkamálunt er aðalreglan sú að dómari má ekki byggja niðurstöðu á málsástæðu eða mótmælum, sem hefðu mátt koma fram en gerðu ekki við meðferð máls, sbr. 2. mgr. 111. gr. laga um meðferð einkamála. Dómari getur því „yfirleitt aðeins byggt á þeim atvikum, sem aðilar gera að 23 Til fróðleiks má f því sambandi vísa til röksemda sem fram koma í Hæstaréttardómi 1997, bls. 2707 en á bls. 2715 segir að úrskurður bamaverndarnefndar, sem skipti máli fyrir úrlausn á sakarefninu, hafi ekki verið reistur á nægilega traustum grunni. Með úrskurðinum hafði barna- verndarnefndin gripið til úrræða, sem voru ómarkviss og gengu lengra en nauðsyn bar til, og hafði ekki verið gætt tiltekinna ákvæða í lögum um vemd barna og ungmenna. 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.