Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 30
ar öðrum, svo sem stjórnarskrárákvæði almennum lögum og lög framar reglugerð- um. Aðrar réttarheimildir verði einar lagðar til grundvallar úrlausn mála svo sem sett lög til að ákvarða refsingu. Annars séu hendur dómstóla og annarra úrlausnaraðila tiltölulega óbundnar. Rökstuðningur dómara fyrir hinni lögfræðilegu úrlausn virðist sjaldan vandantál hér á landi enda hafa íslenskir embættisdómarar nrenntun sem miðar að því að gera þeim fært að beita réttarreglum við úrlausnir lögfræðilegra ágreiningsefna.55 Verður ekki farið nánar út í skilgreiningar á því í þessu sam- hengi en í 3. kafla hér á eftir, einkum liðum 3.1, 3.2 og 3.3, verður lýst aðferð- um sem beitt er við rökstuðning niðurstöðu í dómsmáli. Það mun varpa nánara Ijósi á það sem hér um ræðir. 2.3 Venjur Venjur hljóta að ráða miklu um það hvemig rökstuðningi beri að haga í dómi. Þetta leiðir af því að í réttarfarslögum er gert ráð fyrir að form og efni dóms fari eftir eðli og umfangi málsins svo og þeirri framkvæmd sem dómstólar beiti í dómasamningu. I greinargerð með frumvarpi til laga um meðferð einkamála í héraði, sem varð að lögum nr. 85/1936, segir að í réttarfarslögum verði aðeins höfuðreglumar um efni dóma og form gefnar. Framkvæmdin og eðli hvers máls skapi þær framvegis framar en löggjöfin, eins og verið hafi fram að því.56 Þessar viðmiðanir eru óbreyttar í núgildandi lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Sömu sjónarmið eiga við um form og efni dóma í opinberum málum. Dómasamning fer samkvæmt þessu eftir venju og því hvers eðlis málið er sem lagt er fyrir dóminn. Sama á því við um rökstuðning en í réttarfarslögum eru ekki bein fyrirmæli um hvemig eigi að haga honum. Hann fer að verulegu leyti eftir því hvernig málið er vaxið og eftir venjum sem mótaðar hafa verið í 55 Sem dæmi um slík vandamál má þó nefna röksemdir í Hæstaréttardómi 1990, bls. 2, sem hafa vakið spurningar um beitingu réttarheimilda og fjallað er um í Tímariti lögfræðinga: „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenskur landsréttur" eftir Ragnar Aðalsteinsson í 1. hefti 1990, bls. 3- 27; „Réttarheimildir og lagatúlkun“ eftir ritstjórana Friðgeir Björnsson og Steingrím Gaut Krist- jánsson í 3. hefti 1990, bls. 129-132 og „Kenningar og raunveruleiki" eftir Jón Steinar Gunn- laugsson í 4. hefti 1991, bls. 242-244. Jón Steinar bendir á í bókinni Deilt á dómarana að rökin fyrir niðurstöðu vanti í Hæstaréttardómum sem hann tilgreinir. I grein hans „Dómarar og opinber gagn- rýni“ í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1992, bls. 137 bendir hann m.a. á að sumar dómsniðurstöður Hæstaréttar „virtust helgast af einhvers konar persónulegum eða hálfpólitískum skoðunum dómar- anna án þess að eiga mikið skylt við lögfræði". 1 greininni „Lausung í lagaframkvæmd" eftir sama höfund í sama riti, 2. hefti 2000, er á bls. 146-147 fjallað um dóm Hæstaréttar frá 16. desember 1999. A bls. 147 segir að í raun og veru feli dómurinn í sér „fráhvarf frá hefðbundnum aðferðum við meðferð réttarheimilda án þess að nokkur viðhlítandi skýring sé gefin á forsendum fyrir því háttalagi". Höfundur nefnir aðrar úrlausnir í dómum Hæstaréttar sem hann telur á bls. 149 að sýni „að nokkurrar lausungar sé tekið að gæta við meðferð réttarheimilda í lagaframkvæmd á Islandi". 56 Alþingistíðindi 1935 A, þskj. 448, bls. 978. 196
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.