Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 32
Þrátt fyrir framangreint hefur dómari ákveðið svigrúm til að haga rökfærsl- um samkvæmt eigin verklagi enda er ekki alltaf við einhlítar viðmiðanir að styðjast í þessum efnum. Það er m.a. vegna þess að góðan rökstuðning má út- færa á ýmsan máta.60 2.4 Rök, rökfræði og rökstuðningur Þær kröfur eru gerðar í lögum að dómari beiti röksemdum við dómasamn- ingu og að hann styðji niðurstöður sínar rökum. Við ákvörðun á innihaldi lagareglnanna um rökstuðning dómara þarf því að skilgreina hvað felist í þess- um hugtökum. Þau geta hins vegar verið vandskýrð í því samhengi sem hér um ræðir. Ymsar aðferðir og skilgreiningar rökfræðinnar hafa þýðingu þegar beitt er rökfærslu í dómsúrlausnum. Gagnlegt getur t.d. verið að greina hvað einkennir góðan rökstuðning og hver munurinn er á réttri rökfærslu og rangri. Lagaregl- urnar, sem hér um ræðir, ná þó til fleiri atriða en þeirra sem rökfræði fæst við. Rökfræðin veitir því ekki svör við öllum spurningum í þessu sambandi. Þegar sagt er að niðurstaða eigi að vera rökstudd er átt við að færa þurfi rök fyrir niðurstöðunni. Það þýðir fyrst og fremst að röksemdimar eiga að koma fram í úrlausninni þannig að af henni sjáist hver rök hafi leitt til niðurstöð- unnar.61 Röksemdirnar eiga því að sýna hvers vegna komist er að tiltekinni niðurstöðu, þ.e. hverjar ástæður eru fyrir því að sú niðurstaða var fengin. Rökfærsla felst í því að telja upp eða benda á ýmis atriði eða staðhæfingar, sem taldar eru sannar eða líklegar, og sýna fram á, að þessar staðhæfingar renni stoðum undir það, sem rökstyðja á, þ.e. geri það sennilegt eða öruggt. I rökfærslu er það, sem rökstutt er, kallað niðurstaða, og þær staðhæfingar, sem notaðar eru til þess að rökstyðja það. eru kallaðar forsendur þessarar niðurstöðu og rökfærslu.62 Af þessu sést að beita þarf rökfærslu þegar niðurstaða á að vera rökstudd. Rökstuðningur þarf að vera rétt upp byggður. Þannig þurfa forsendur álykt- ana að koma fram og rökleiðslan þarf að sýna hver tengslin eru ntilli forsendna, ályktana og niðurstöðu. Um það segir m.a. í Rökfræði og gagnrýn hugsun eftir Erlend Jónsson að rökfærslur felist alltaf í tengslum einna eða fleiri setninga, forsendna og niðurstöðu, þar sem forsendurnar styðji niðurstöðuna. Til þess að um sé að ræða rök eða rökfærslu verði að vera ályktað, ein fullyrðing sé dregin 60 Sjá t.d. Bernhard Goniard: Civilprocessen, bls. 487, þar sem þetta kemur fram. Þetta sést einnig af dómum. 61 „Orðið rök merkir upphaflega upphaf, uppruna eða orsök einhvers (sbr. sögnina rekja (til einhvers)). Síðar fær það einnig merkinguna ástæða eða það sem sýnir eitthvað eða rennir stoðum undir það“. Erlendur Jónsson: Rökfræði og gagnrýn hugsun, bls. 39. 62 Erlendur Jónsson: Vísindaheimspeki, bls. 47. 198
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.