Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 41
Einnig má vísa hér til dóms Hæstaréttar 19. október 2000 í máli nr. 158/2000 en þar segir að héraðsdómari hafi ekki leyst úr því álitaefni sem áfrýjandi telji grunn- röksemd fyrir bótakröfum sínum. Héraðsdómur hafi hins vegar byggt úrlausn sína á því að ákvörðunin hafi verið lögmæt og gild án þess að taka afstöðu til málsástæð- unnar. Vegna þessara annmarka á dóminum þótti ekki verða hjá því komist að ómerkja hann. Mikilvægt er að leggja mat á hvaða þýðingu það sem fram hefur komið hefur fyrir úrlausn málsins. I H 1999 2271 var héraðsdómur ómerktur og meðferð málsins frá upphafi aðalmeð- ferðar vegna þess að ekki hafði verið lagt mat á þýðingu vitnaframburðar í sambandi við sakargiftir á hendur ákærða. Ljóst þótti að framburðurinn laut að atvikum sem máli gátu skipt um skýringu á atferli ákærða og þeim verknaði sem honum var gefinn að sök. Að því athuguðu hafi héraðsdómara ekki verið rétt að víkja þessum fram- burði til hliðar, heldur hafi honum borið að leggja mat á trúverðugleika og þýðingu framburðarins og taka rökstudda afstöðu til hans eftir því mati, hliðstætt öðrum sönn- unargögnum. Hins vegar á dómari ekki að taka afstöðu til annars en þess sem skiptir máli fyrir úrlausn á kröfum sem gerðar eru í málinu. í H 1998 4076 kemur fram að áfrýjandi hafði krafist þess að dæmd yrði ógild sú ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins frá 10. desember 1996 að synja honum leyfis til veiða í atvinnuskyni og aflaheimilda í fiskveiðilandhelgi íslands í þeim tegundum sjávarafla, sem tilgreindar voru í umsókninni. Rök sjávarútvegsráðuneytisins fyrir því að hafna umsókn áfrýjanda um almennt veiðileyfi til að stunda fiskveiðar í at- vinnuskyni voru þau að samkvæmt lögum nr. 38/1990 væru leyfi til veiða í at- vinnuskyni bundin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. í 5. gr. laganna væru tilgreind óundanþæg skilyrði fyrir veitingu slíks leyfis. í synjun ráðuneytisins sagði enn fremur að forsenda fyrir veitingu sérstaks leyfis, sem áfrýj- andi hafði einnig sótt um samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna, væri sú að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni. í málinu taldi áfrýjandi að ákvæði 5. gr. laga nr. 38/1990 bryti í bága við 65. og 75. gr. stjómarskrár lýðveldisins íslands nr. 33/1944. í rökstuðningi Hæstaréttar segir að löggjafinn hafi talið brýnt að grípa til sérstakra úrræða árið 1983 vegna þverrandi fiskistofna við ísland. Hafi skipting hámarksafla þá verið felld í þann farveg, sem hún hafi síðan verið í, að úthlutun veiðiheimilda yrði bundin við skip. Þessi tilhögun feli í sér mismunun milli þeirra, sem leiði rétt sinn til veiðiheimilda til eignarhalds á skipum á tilteknum tíma og hinna, sem ekki hafi átt og eigi þess ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi til að verjast hruni fiskistofna kunni að hafa verið réttlætanlegar, en um það væri ekki dæmt í málinu, verði ekki séð að rökbundin nauðsyn hnigi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mismunun, sem leiddi af 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda. Taldi Hæstiréttur að lagaákvæðið væri í andstöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þurfi við takmörkun á atvinnufrelsi samkvæmt 207
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.