Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 44
kynferðissamband sitt, hlýtur að skipta verulegu máli, hvort hann hafí vitað um ferm-
ingu hennar í apríl 1996. Þegar kærandi hafði borið fyrir héraðsdómi með fram-
angreindum hætti var fullt tilefni til viðbragða, bæði af hálfu ákæruvalds og dómara
málsins, sbr. 3. mgr. 128. gr. laga nr. 19/1991. Héraðsdómari átti auk þess kost á því
eftir dómtöku að ákveða framhaldsmeðferð í samráði við sakflytjendur og kveða á
um frekari gagnaöflun, sbr. 131. gr. laga nr. 19/1991. Ekkert var þó að gert og dómari
víkur ekki að þessum framburði í niðurstöðukafla héraðsdóms“. Dómurinn var af
þessum og öðrum ástæðum ómerktur í Hæstarétti og málsmeðferð í héraði frá upp-
hafi aðalmeðferðar.
Það hlýtur að vera í mestu samræmi við réttarfarsreglur og samræmast best
hlutverki dómstóla að mál verði dæmd á réttum forsendum en ekki röngum.
Dómarinn ætti því að beita sér fyrir því, innan lögbundinna heimilda, að mál
verði sem best upplýst.
3.3.c Ófullnægjandi rökstuðningur
I athugasemdum Hæstaréttar kemur stundum fram að rökstuðningur héraðs-
dómara sé ófullnægjandi. Getur þar verið um að ræða að rökstuðning vanti, að
rökfærslu sé áfátt eða að röksemdir séu alls óviðunandi.
í H 1994 1257 segir á bls. 1258 að í V. kafla héraðsdóms sé „ályktað, að um björgun
hafi verið að ræða og m/b Jón Gunnlaugs hefði ekki komist að bryggju fyrir eigin
vélarafli. Þessar ályktanir eru engum rökum studdar, og er því alveg á huldu, á hvaða
forsendum þær eru byggðar. Eins og atvikum er háttað í málinu og ágreiningi
málsaðila, bar brýna nauðsyn til, að niðurstöður héraðsdóms um þessi álitaefni væru
skilmerkilega rökstuddar. Er þá meðal annars haft í huga, að ekkert er þar fjallað um
aðstæður á vettvangi, svo sem veður, sjólag og sjávarföll“. Hæstiréttur ómerkti hér-
aðsdóminn og meðferð málsins frá og með munnlegum málflutningi „[vjegna þessa
megingalla á dóminum“.
í Hæstaréttardómi frá 17. mars 2000 í máli nr. 82/2000 kemur fram að héraðs-
dómari hafði með úrskurði hafnað beiðni sóknaraðila um sjópróf. í röksemdum
héraðsdómara segir að hann telji „að það fái ekki lengur samrýmst hlutverki dómara
að hefja frumrannsókn lögreglumáls fyrir dómi í tengslum við sjópróf og stýra slíkri
rannsókn með þeim hætti, sem kveðið er á um í XIII. kafla siglingalaga“. Hæstiréttur
segir að ,,[í] hinum kærða úrskurði hefur héraðsdómari með alls óviðunandi rök-
semdum hafnað réttmætri beiðni sóknaraðila um að haldið verði sjópróf samkvæmt
ákvæðum XIII. kafla siglingalaga nr. 34/1985“.
í Hæstaréttarmáli nr. 290/1999, sem dæmt var 17. aprfl 2000, var deilt um ábyrgð
eiganda skips og farmflytjanda en áfrýjandi krafði þá um bætur vegna tjóns sem hann
varð fyrir þegar flutningaskipið Vikartindur strandaði á Háfsfjöru í mars 1997. Við
úrlausn á því skipti m.a. máli hvort skipið hafi verið óhaffært í upphafi ferðar, eink-
um vegna vanbúnaðar vélar og akkerisvindna. I dómi Hæstaréttar segir að í héraðs-
dómi sé „röksemdafærslu og ályktunum í ýmsu áfátt, meðal annars um ætlaðan van-
búnað skipsins, einkum bilanir tækja og hugsanleg tengsl þeirra við haffæri skips í
210