Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 44
kynferðissamband sitt, hlýtur að skipta verulegu máli, hvort hann hafí vitað um ferm- ingu hennar í apríl 1996. Þegar kærandi hafði borið fyrir héraðsdómi með fram- angreindum hætti var fullt tilefni til viðbragða, bæði af hálfu ákæruvalds og dómara málsins, sbr. 3. mgr. 128. gr. laga nr. 19/1991. Héraðsdómari átti auk þess kost á því eftir dómtöku að ákveða framhaldsmeðferð í samráði við sakflytjendur og kveða á um frekari gagnaöflun, sbr. 131. gr. laga nr. 19/1991. Ekkert var þó að gert og dómari víkur ekki að þessum framburði í niðurstöðukafla héraðsdóms“. Dómurinn var af þessum og öðrum ástæðum ómerktur í Hæstarétti og málsmeðferð í héraði frá upp- hafi aðalmeðferðar. Það hlýtur að vera í mestu samræmi við réttarfarsreglur og samræmast best hlutverki dómstóla að mál verði dæmd á réttum forsendum en ekki röngum. Dómarinn ætti því að beita sér fyrir því, innan lögbundinna heimilda, að mál verði sem best upplýst. 3.3.c Ófullnægjandi rökstuðningur I athugasemdum Hæstaréttar kemur stundum fram að rökstuðningur héraðs- dómara sé ófullnægjandi. Getur þar verið um að ræða að rökstuðning vanti, að rökfærslu sé áfátt eða að röksemdir séu alls óviðunandi. í H 1994 1257 segir á bls. 1258 að í V. kafla héraðsdóms sé „ályktað, að um björgun hafi verið að ræða og m/b Jón Gunnlaugs hefði ekki komist að bryggju fyrir eigin vélarafli. Þessar ályktanir eru engum rökum studdar, og er því alveg á huldu, á hvaða forsendum þær eru byggðar. Eins og atvikum er háttað í málinu og ágreiningi málsaðila, bar brýna nauðsyn til, að niðurstöður héraðsdóms um þessi álitaefni væru skilmerkilega rökstuddar. Er þá meðal annars haft í huga, að ekkert er þar fjallað um aðstæður á vettvangi, svo sem veður, sjólag og sjávarföll“. Hæstiréttur ómerkti hér- aðsdóminn og meðferð málsins frá og með munnlegum málflutningi „[vjegna þessa megingalla á dóminum“. í Hæstaréttardómi frá 17. mars 2000 í máli nr. 82/2000 kemur fram að héraðs- dómari hafði með úrskurði hafnað beiðni sóknaraðila um sjópróf. í röksemdum héraðsdómara segir að hann telji „að það fái ekki lengur samrýmst hlutverki dómara að hefja frumrannsókn lögreglumáls fyrir dómi í tengslum við sjópróf og stýra slíkri rannsókn með þeim hætti, sem kveðið er á um í XIII. kafla siglingalaga“. Hæstiréttur segir að ,,[í] hinum kærða úrskurði hefur héraðsdómari með alls óviðunandi rök- semdum hafnað réttmætri beiðni sóknaraðila um að haldið verði sjópróf samkvæmt ákvæðum XIII. kafla siglingalaga nr. 34/1985“. í Hæstaréttarmáli nr. 290/1999, sem dæmt var 17. aprfl 2000, var deilt um ábyrgð eiganda skips og farmflytjanda en áfrýjandi krafði þá um bætur vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar flutningaskipið Vikartindur strandaði á Háfsfjöru í mars 1997. Við úrlausn á því skipti m.a. máli hvort skipið hafi verið óhaffært í upphafi ferðar, eink- um vegna vanbúnaðar vélar og akkerisvindna. I dómi Hæstaréttar segir að í héraðs- dómi sé „röksemdafærslu og ályktunum í ýmsu áfátt, meðal annars um ætlaðan van- búnað skipsins, einkum bilanir tækja og hugsanleg tengsl þeirra við haffæri skips í 210
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.