Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Qupperneq 47
úr hverju var leyst. Þannig verður unnt að uppfylla regluna um að allir séu jafnir fyrir lögunum og að sambærileg mál fái sömu úrlausn. tírlausnin á að sýna hvernig lög hafi leitt til niðurstöðunnar og að samræmis hafi verið gætt þannig að allir séu jafnir í lagalegu tilliti. 3.5 Skynsamleg rök tírlausnir dómstóla vekja stundum spurningar um hvort rökfærsla í dómi skeri úr um það hver rök verði talin skynsamleg. Þegar dómur er fallinn í saka- máli liggja a.m.k. fyrir þau rök sem hafa að mati dómsins verið talin skyn- samleg í því tilviki. Þá er spuming hvort þau verða talin skynsamleg almennt séð? I því sambandi verður að hafa í huga að rök eru þess eðlis að um þau má deila. Olrkt mat getur verið á því hvað séu skynsamleg rök. Á hinn bóginn má segja að því traustari sem röksemdir eru í dómsniðurstöðu þeim mun síður vekja þær spumingar um réttmæti eða skynsemi. Samanburður á rökstuðningi, sem kemur fram í dómum, annars vegar hjá meirihluta dómenda og hins vegar í sératkvæði, gefur til kynna ólíkt mat dóm- ara á því hvenær fram hafi komið sönnun sem ekki verði vefengd með skyn- samlegum rökum. í rökfærslu meirihluta dómara em t.d. dregnar aðrar ályktanir en gert er af minnihlutanum eða meirihlutinn setur atvik og aðrar aðstæður í annað samhengi eða telur að atvik hafi aðra þýðingu en minnihlutinn telur. Það sem meirihlutinn telur skipta mestu máli telur minnihlutinn e.t.v. aukaatriði eða öfugt. Mat á því hvað skiptir máli getur verið ólíkt og dæmi eru um að ólík atriði eru talin þýðingarlaus fyrir matið. Sönnunannatið og rökstuðningur dóm- ara fyrir niðurstöðu á því endurspeglar einnig að um val á röksemdum hefur verið að ræða. Tveir dómar Hæstaréttar em athyglisverðir með tilliti til þess sem hér hefur verið sagt. í máli nr. 264/1999 sem dæmt var í Hæstarétti 16. júlí 1999 var ákært fyrir innflutning á fíkniefnum í ágóðaskyni, sem ákærða hafi verið ljóst að hafi að verulegu leyti verið ætluð til sölu hér á landi, en efnin fundust í tösku ákærða við komu hans til landsins frá Spáni. Ákærði neitaði að hafa vitað um fíkniefnin í tösk- unni. Hann var sýknaður í héraðsdómi en dómurinn mat það svo að leggja yrði fram- burð ákærða um málsatvik í meginatriðum til gmndvallar í málinu. Þótti vera svo mikill vafi á því að ákærða hafi verið kunnugt um að fíkniefnin voru í tösku hans við komuna til landsins að sýkna bæri hann af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. í röksemdum meirihluta dómenda Hæstaréttar segir að atvik málsins séu að ýmsu leyti sérstæð, „en einkum vegna þess, að leitin í farangri ákærða fór fram í beinu tilefni af vísbendingu frá þeim manni, sem mesta aðstoð veitti honum við að komast til landsins“. Eru tiltekin atriði um það samkvæmt framburði þessa aðstoðarmanns rakin í dóminum. Þá segir þar að þrír héraðsdómarar hafi m.a. álitið að sú frásögn sama vitnis að ákærði hafi sagt vitninu frá því „að hann ætlaði að flytja fíkniefni til landsins og að það haft séð hann koma þeim fyrir í tösku sinni, sé ekki trúverðug“. Réttilega segi í héraðsdómi að meta verði framburð vitnisins „í ljósi þeirra hags- muna, sem hann taldi sig sjálfur eiga að gæta. Skilja verður dóminn svo, að mat á 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.