Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Blaðsíða 48
sönnunargildi framburðarins hafi ekki ráðist af þessu einu, heldur einnig af fram- komu vitnisins fyrir dóminum og samanburði við annan framburð, sem á var hlýtt“. Taldi meirihluti dómenda í Hæstarétti ekki efni til þess að draga niðurstöður matsins í efa. Þegar þáttur vitnisins væri virtur ásamt öðru, sem fram hafði komið í málinu, og þrátt fyrir rangar staðhæfingar ákærða urn ákveðin atriði í aðdraganda flugferðar- innar til Islands, töldu dómendur ekki unnt að útiloka með öruggri vissu, að vitnið eða einhver á þess vegum hafi komið efnunum fyrir í farangri ákærða án hans vit- undar. Verði að öllu athuguðu „að fallast á það með héraðsdómi, að svo mikill vafi leiki á því, að ákærði hafi vitað af efnunum í farangri sínum, að dæma verði hann sýknan saka, en önnur sakargögn til viðbótar mati dómsins á sönnunargildi munnlegs framburðar nægja ekki til þess að hnekkja þeirri niðurstöðu, sbr. 46. gr. laga um með- ferð opinberra mála“. Hinn áfrýjaði dómur var því staðfestur. í sératkvæði tveggja dómara er greint frá atvikum og öðrum atriðum, sem dómendur hafa talið að skiptu máli fyrir sönnunarmatið, svo og skýringum ákærða og vitna á þeim. Þar koma einnig fram ályktanir dómenda um atvik málsins. Útskýrt er að hvaða leyti Hæstiréttur geti endurskoðað sönnunarmat héraðsdóms. Segir þar að þótt Hæstiréttur geti ekki lagt dóm á trúverðugleika framburðar með hliðsjón af framkomu ákærða eða vitna fyrir héraðsdómi verði ekki við mat héraðsdómara um trúverðugleika framburða unað fari það í bága við önnur gögn málsins sem leggja verði til grundvallar. Síðan segir að ekki verði skorið úr trúverðugleika frásagnar ákærða nema að kanna sögu þá, sem hann hafi sagt tollvörðum og lögreglu og síðan fyrir dómi. Akærði hafi verið óstöðugur í skýrslum um ferðir sínar, dvalarstaði og hverja hann hafi umgengist síðustu daga fyrir förina til Islands. Hann hafi neitað að skýra frá nafni stúlku, sem hann hal'i sagt að hafi verið viðstödd, þegar hann bjó um farangur sinn fyrir Islandsförina. Hann hafi enn fremur neitað að skýra frá dvalarstað sínum á Benedorm, utan þess er hann dvaldi í íbúð tiltekins vitnis, og borið fyrir sig ástæður, er telja verði haldlitlar í ljósi þeirra alvarlegu viðurlaga, sem væru við því að flytja fíkniefni til landsins. Þá komi frásögn hans um hvernig hann fékk farmiðann til Islands ekki heim við það, sem telja verði fullsannað, svo sem ráðið verði af héraðsdómi. Frásögn hans um atvik á flugvellinum í Alicante, hvaða fólk hann hafi þar haft samband við og hverjir hafi ekið honum út á flugvöll sé sama marki brennd. I sératkvæðinu er síðan rakið ósamræmi í framburði ákærða um greiðslukort sem hann hafði talið í fyrstu skýrslu hjá lögreglu að hann væri með en hafi ekki reynst rétt. Frásögn hans um greiðslukortið hafi verið óstöðug og hvorki fullnægjandi né trúverðug. Skýringar hans um hvernig hann hafi haft í hyggju að nota kortið hér- lendis séu fjarstæðukenndar. Þegar ákærði var handtekinn við komuna til landsins hafi hann verið einn síns liðs og févana. Hann hafði ekki komið til íslands áður og hafi hann upplýst að hann hafi verið vegalaus. Hann hafi komið hingað klæðalítill án þess að þekkja til aðstæðna, með þær einu skýringar fyrst að hann ætlaði að dveljast hér sem ferðamaður, en síðan að hann ætlaði á sjóinn. Töldu dómendur að þegar þess væri gætt að verulegt magn frkniefna fannst í fórum ákærða, og alls annars sem rakið er í sératkvæðinu, verði að telja að ákæruvaldinu hafi tekist að sanna sekt ákærða og sé hún hafin yfir allan vel ígrundaðan vafa. Með dómi Hæstaréttar 28. október 1999 í máli nr. 286/1999 var ákærði sýknaður af meintum kynferðisbrotum sem hann hafði verið ákærður fyrir að hafa framið gegn dóttur sinni. Meirihluti héraðsdóms mat frainburð kæranda trúverðugan og var hann 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.