Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Page 50
hafi verið trúverðugur. Töldu dómaramir því ekki rök til annars en að staðfesta sak- fellingu héraðsdóms og niðurstöðu hans með vísan til forsendna hans að öðru leyti. Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að erfitt getur verið að ákveða þegar rökstyðja þarf niðurstöðu um sönnun í sakamáli hver rök verði talin skynsam- leg. Það sem meirihluti dómsins telur skynsamlegt fær ekki hljómgrunn hjá minnihlutanum. Röksemdir sem koma fram í báðum úrlausnum eru auk þess áhugaverðar af ýmsum öðrum ástæðum. I fyrra málinu taldi meirihluti Hæstaréttar, eins og héraðsdómur, að svo mikill vafi léki á því að ákærði hafi vitað af fíkniefnunum í farangri sínum að sýkna yrði hann af sakargiftum en rökin fyrir því voru þau að ekki væri unnt „að útiloka með öruggri vissu, að ... einhver ... hafi komið efnunum fyrir í far- anginum án vitundar ákærða“ eins og segir í dóminum. Virðist mest lagt upp úr því að leit í farangri ákærða fór fram í tilefni af vísbendingu, sem tiltekið vitni hafði veitt lögreglu, svo og að framburður vitnisins um að ákærði hefði sagt því að hann ætlaði að flytja fíkniefni til landsins og að vitnið hefði séð ákærða koma þeim fyrir í tösku sinni var ekki talinn trúverðugur af héraðsdómurum en að mati meirihluta dómenda Hæstaréttar nægðu önnur gögn ekki til að hnekkja því mati. Rök minnihluta réttarins eru sett fram á annan hátt. Þar er litið til fleiri atriða en gert er í rökstuðningi meirihlutans. Aðstæður og atvik eru metin og ályktanir dregnar af því sem dómendur töldu skipta máli fyrir sönnunarmatið.84 Þannig er lagt mat á tiltekin atriði í þeim tilgangi að skera úr um það hvort frásögn ákærða um að fíkniefnunum hafi verið komið fyrir í töskunni án vitundar hans væri studd haldbærum rökum. Astæður ákærða fyrir því að neita að skýra frá tilteknum atriðum töldu dómendur haldhtlar í ljósi þeirra alvarlegu viðurlaga sem eru við því að flytja fíkniefni til landsins. Akærði hafði enn fremur verið óstöðugur í skýrslum um ákveðin atriði sem skiptu máli. Frásögn hans um greiðslukort var óstöðug og hvorki fullnægjandi né trúverðug og skýringar á því hvernig hann hugðist nota kortið þóttu fjarstæðukenndar. Rökfærsluna í sératkvæðinu verður að telja sannfærandi. Hún virðist auk þess vera meira í samræmi við það sem hér hefur áður komið fram en rökfærsla meirihlutans. I lið 2.2.b að framan segir að ástæður vafa um sök þurfi að vera sannfærandi eða að minnsta kosti þannig að vafinn styðjist við haldbær rök sem unnt sé að taka mark á. Þá kemur þar fram, og er vísað til heimilda í því sam- bandi, að þegar staðhæfingar ákærða séu ótrúverðugar og eigi sér engan stuðn- ing í málsgögnum hafi ekki komið fram raunverulegur vafi um sök hans. Neiti hann við þær aðstæður að veita upplýsingar geti það styrkt röksemdir fyrir þeirri niðurstöðu að lögfull sönnun hafi komið fram um að hann hafi framið brotið. í rökstuðningi meirihluta réttarins kemur ekki fram hvers vegna atvikin, 84 Áður hefur verið bent á að heildarmat sé nauðsynlegt. Sjá í þessu sambandi neðanmálsgreinar 48 og 49. 216

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.