Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 53
4. HELSTU NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYKTANIR Gera verður ráð fyrir að til þess sé ætlast að niðurstaða dómara sé studd hald- bærum og traustum rökum. Það er eðlilegt þegar þess er gætt að úrlausnir dóm- stóla varða miklu. Þær eru endanlegar og þeim ber að hlýða. Þær snúast oft um mikilvæga og dýrmæta hagsmuni, almannahagsmuni og einkahagsmuni. Þess vegna varða þær alla. Hugmyndir um að það sé fyrir neðan virðingu dómstóla að gera þær kröfur til þeirra að þeir styðji niðurstöður sínar rökum heyra sög- unni til. Dómari þarf margs að gæta þegar hann færir rök fyrir niðurstöðu í dómsmáli. Hann þarf að samræma mörg ólík atriði og hann þarf að hafa trausta heildar- yfirsýn yfir það sem skiptir máli fyrir úrlausnina. Meta þarf einstaka þætti en jafnframt er heildarmat á málinu nauðsynlegt. Röksemdir þarf að velja af ná- kvæmni. Auk lagalegrar þekkingar þarf dómari því að hafa góða dómgreind og innsæi til þess að vera fær um að styðja niðurstöðu í dómsmáli sannfærandi rökum. Einnig er honum ákveðin þjálfun. kunnátta og leikni nauðsynleg. í flest- um tilfellum tekst dómara að virða öll helstu grundvallarlögmál sem fara þarf eftir í rökfærslum. Eftirfarandi atriði er bent á til áréttingar og umhugsunar. Nauðsynlegt er að málsaðilar leggi grundvöll að dómsmáli samkvæmt fyrir- mælum í réttarfarslögum. Markmiðið með þeim lagareglum er að unnt verði að reka málið í samræmi við aðrar réttarfarsreglur og að dómara verði fært að rök- styðja niðurstöðuna. Rökstuðningur dómara er að þessu leyti óhjákvæmilega háður framlagi málsaðila. Það þýðir hins vegar ekki að málsaðilar geti teflt fram sundurlausum og óskilgreindum atriðum í þeirri von að dómari vinni úr þeirri framsetningu fyrir þá. Mikilvægt er að aðilar hafi þetta í huga við málatilbún- aðinn. Röksemdir dómara þurfa að vera skiljanlegar en ef þær eru það ekki þjóna þær ekki tilgangi sínum. Dómarar verða því að vera á varðbergi gegn óljósum röksemdum. Miða verður við að rökfærslan sé almennt skiljanleg. Oljóst orða- lag og framsetning leiðir oftast til þess að rökstuðningur verður ekki nægilega markviss. Slíkar úrlausnir dómstóla eru til þess fallnar að skapa tortryggni í garð þeirra, sérstaklega ef ekki er ljóst hvað hefur leitt til niðurstöðunnar eða hefur haft áhrif á það hver úrslit málsins urðu. Stundum er erfitt að greina hvenær tilvik eru sambærileg en það þarf að gera til þess að unnt verði að tryggja samræmi í úrlausnum dómstóla. Því verður að haga röksemdum í dómi þannig að fram komi úr hverju hefur verið leyst og hvað hefur verið lagt til grundvallar við úrlausn málsins. Við sönnunarmat geta komið fram erfiðleikar við að ákveða hvort fram hafi komið sönnun sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökunt. Dómarinn þarf að vera óhlutdrægur við matið þannig að það verði í samræmi við þá þekk- ingu sem er fyrir hendi á hverjum tíma. Þótt dómarinn meti sjálfur hver niður- staðan verður um sönnun þýðir það ekki að hann geti miðað matið við einstakl- ingsbundin viðhorf. Óhlutdrægni felst í því að hann láti ekki persónulega af- stöðu ráða niðurstöðu sinni í sönnunarmati. Þetta þarf hann að bera skynbragð 219
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.