Tímarit lögfræðinga - 01.11.2000, Síða 62
um 80% mengunar sjávar og er því án efa veigamesta uppsprettan.5 Mengun frá
landi stafar frá athöfnum mannsins meðfram ströndum, sem og lengra inni í
landi, og berst að mestu til sjávar með straumvötnum. Þessar athafnir hafa mest
áhrif á lífríki sjávar við strendur landsins en mengun, sem reynst getur hættuleg
heilsu manna og lífríkinu, berst einnig langar leiðir í vatnsfarvegi, hafstraum-
um og í andrúmsloftinu. Meginþorri mannkyns býr meðfram ströndum og
byggð virðist sífellt þéttast á þeim svæðum. Heilbrigði og stundum afkoma
slíkra byggðarlaga er háð heilbrigðu lífríki hafsins meðfram ströndum.
Helstu uppsprettur mengunar sem berast frá landi og skaða lífríki sjávar eru
eftirfarandi:6
1. Skólp getur bæði komið frá íbúðarbyggð sem iðnaði. í skólpi frá íbúðar-
byggð er að finna ýmis mengandi efni og efnasambönd; lífræn efni, nær-
ingarefni og gerla, en í frárennsli frá iðnaði er einnig að finna önnur efni, svo
sem olíuefni, þungmálma og þrávirk efni.
2. Þrávirk lífræn efni eyðast seint í umhverfinu. Efnin safnast fyrir í lífverum
vegna mikillar leysni í fitu og lítils útskilnaðar og margfaldast styrkur margra
þeirra því ofar sem lífverurnar eru í fæðukeðjunni. Helstu uppsprettur þrá-
virkra lífrænna efna á landi eru ýmis konar iðnaður, landbúnaður og sorp-
brennsla7 en leiðir þeirra til sjávar liggja með loftstraumum, ám og fráveitum.
Margt bendir til þess að loftstraumar séu helstu flutningsleiðir margra þessara
efna vegna þess að þau finnast í töluverðu magni langt frá þekktum upp-
sprettum. Sýnt hefur verið fram á að mörg þessara efna geta haft mjög skað-
leg áhrif á menn og aðrar lífverur. Þau geta orsakað breytingar á æxlunar-
færum lífvera og áhrif geta einnig komið fram í næstu kynslóð á eftir þeirri
sem kemst í snertingu við efnin. Sum þeirra eru krabbameinsvaldandi og
meðal klórkolefnissambanda eru allra eitruðustu efni sem þekkjast.
3. Geislavirk efni er að finna í umhverfinu bæði vegna athafna mannsins og
sem hluta af náttúrunni. Uppruni geislavirkra efna af mannavöldum í um-
hverfinu eru að langmestu leyti vegna einhvers konar notkunar á kjarnorku.
Helstu uppsprettur eru tilraunir með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu, kjarn-
orkuiðnaður (einkum frá endurvinnslustöðvum) og kjarnorkuslys.
4. Þungmálmar eru frumefni sem öll er að finna í einhverjum náttúrulegum
5 Brubaker, Douglas: Marine Pollution and International Law - principles and practice. London
1993, bls. 33. Hér eftir vísað til sem „Brubaker".
6 Samantekt þessi á tegundum og uppruna mengunar í landi er aðallega byggð á upplýsingum sem
er að finna á heimasíðu Hollustuvemdar ríkisins, www.hollver.is, og er hluti af tillögu Hollustu-
verndar ríkisins að drögum að Framkvæmdaáætlun Islands gegn mengun sjávar frá landstöðvum,
sem nánar er fjallað um í kafla 5.
7 Sem dæmi um hvers konar efni þetta em má nefna plastefni, leysiefni, aukaefni frá meðhöndlun
vatns með klóri og bleikingu pappírs og skordýra- og illgresiseitur. Náttúruleg ferli, eins og sinu-
og skógarbruni, eru einnig uppsprettur slíkra efna og í örlitlum mæli starfsemi plantna á landi og
þörunga í sjó.
228