Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1918, Side 19
19
I. Óvæni, felmtur, furða.
Litum þá fyrst á það, sem virðist vera frumlegast og
koma fyrst fyrir og áhöld eru jafnvel um, hvort nefna beri
tilfmning eða ekki.
óvara- eða óvæniskendin. í fyrslu virðist þessi snögga og
oft sterka aðkenning, sem maður fær, þegar manni verður
hverft við, ekki hafa í sjer fólgið það, sem annars einkennir
allar tilfinningar, en það eru þægindin og óþægindin, geð-
feldnin og ógeðfeldnin. Þó bregður þessari aðkenningu mjög
fljótt til annarshvors; hún verður annaðhvort að ógeðfeld-
um felmti eða gleðilegri undrun.
Frumlegustu kendina nefni jeg þetta af því, að hún kem-
ur einna fyrst yfir mann. Þegar maður er óviðbúinn, þegar
eitthvað kemur manni á óvart eða óvænt, þá er sagt, að
maður verði hissa, hlessa, forviða eða jafnvel agn-
dofa; en nafnorð eigum vjer ekki enn til á íslensku yfir
þetta, þótt aðrar þjóðir viðhafi það svo að segja í öðru
hverju orði. Danir nefna þetta: Overraskelse, Þjóðverjar:
Ueberraschung, Frakkar og Englendingar: surprise; en hvað
eigum vjer að kalla það? Af því, sem viðhaft er í daglegu
tali á islensku, kæmist ef til vill viðbrigði og hnykkur
næst þvi, sem við er átt. En þetta táknar frekar, hvernig
manni verður við og viðbragðið, en sjálft sálarástandið.
»Overraskelse«, »surprise« á ekki að tákna annað en þetta,
að eitthvað komi manni óvænt eða óvörum. Nú koma
orðatiltækin »úvara-gestur« og »úvara-tilfelli« fyrir í fornu
máli, og því sje jeg ekki betur en að þelta mætti nefna:
óvara, úr því að það á að tákna, að eitthvað komi manni
á óvart (sbr. orðin: vari, fyrirvari, eftirvari), eða þó lieldur
það, sem mjer þykir snotrara: óvæni. Það táknar og, að
eitthvað komi að manni óundirbúið og óvænt, og mundi
fara vel á því í ýmsum orðatiltækjum, eins og t. d. ef mað-
ur segði: þetla var mjer hreinasta óvæni. Ekki þarf endilega
i þetfa að leggja það, að maður hafi vænt einhvers annars
og ekki þessa; í orðinu liggur að eins það, að eitthvað komi
manni óvænt. Furðu og undrun má ekki nefna þetta af þvi,
að þau orð tákna hærra stig svonefndra vitkenda, og »for-
viða«, sem landlæknir G. Björnson hefir slungið upp á